Heimili og skóli - 01.06.1942, Qupperneq 15
HEIMILI OG SKÓLI
29
Þorsteimm M. Jónssorv
Verndun og sóun verðmæta
(Kafli úr ræðu við uppsögn Gagn-
fræðaskóla Akureyrar 13• maí 1942)
.... Öll eigum vér og eignumst
einhver verðmæti. Verðmætin eru
margs konar. Sumt eru verðmæti,
sem vér eigum jafnan tök á að færa
oss í nyt allt vort líf. Sumt eru verð-
mæti, sem oss eru skömmtuð í
smærri eða stærri stíl af höfundi til-
verunnar. Sumt eru verðmæti, sem
vér öflum oss sjálf með starfi og and-
legri og líkamlegri orku. Verðmætin
geta verið efnisleg og andleg. Þessi
verðmæti eru tíminn meðan vér lif-
um, líf vort og þeir hæfileikar og eig-
inleikar, sem vér höfum erft frá for-
hollu fordæmi, er hann gefur með
breytni sinni.
En um allt uppeldisstarfið verður
að vera náin og góð samvinna milli
skólans og heimilisins, ef góður
árangur á að nást. Þetta er ríkari
nauðsyn en menn gera sér oft grein
fyrir. Foreldrunum er nauðsynlegt
að þekkja kennarann,ogkennaranum
ekki síður foreldrana. Auk þess getur
verið margt í fari barnanna, ’sem
kennarinn veit ekki um né skilur,
nema með viðkynningu við foreldr-
ana. Og umfram allt má hvorugur
þessara aðila, heimilis eða skóla,
missa sjónar á því mikilsverða atriði
í samstarfinu að velferð bamsins, að
illt og tortryggilegt umtal heimilisins
um kennarann, eða kennarans um
heimilið, svo að barnið heyri, er eitur
í sál þess og spillir, eða jafnvel þurrk-
ar út áhrif skólans.
Það er því mjög gott og líklegt til
heppilegs árangurs um allt starf
kennarans og foreldrisins, að þeir hafi
við og við samtalsfund:. þar sem
vandamálin eru rædd og aðfinnsl-
urnar eru bomar fram án þess að
börnin heyri, greitt úr flækjum og
misskilningi, og samstarfsleiðin mda
til næsta áfanga.
Hvergi á það sennilega betur við
en um þessi efni, að nauðsynlegt er
að stilla saman hug og hönd að heilu
og göfgu starfi.