Heimili og skóli - 01.06.1942, Síða 16
30
HEIMILI OG SKÓLI
feðrum vorum og formæðrum, þeir
eiginleikar og eðli, er vér höfum hlot-
ið í vöggugjöf. Ennfremur reynsla
vor og öll sú þekking, er vér verðum
aðnjótandi, hvort sem hún fæst í
bókum, skólum eða annars staðar.
Fjármunir, er vér erfum eða öflum
oss. Og ennfremur eru alls konar
verðmæti, sem vér eigum sameigin-
leg með öðrum mönnum. Verðmæti,
sem vér eigum sameiginleg með þjóð
vorri. Þau verðmæti eru tunga vor,
bókmenntir, þjóðerni og saga, sagan
um tilveru og reynslu þjóðarinnar,
allt frá upphafi hennar.
Tvö aðalöfl togast á í tilverunni.
Annað er hinn skapandi máttur, lífið
sjálft, en hitt aflið er afl eyðilegging-
arinnar með dauðann sem takmark.
Og í þjónustu þessara afla er öll til-
veran, vér mennirnir líka. Allir þykj-
umst vér vilja skipa oss í fylkingu
lífsins, í fylkingu máttarins, sem
byggir upp, gegn öflunum, sem rífa
niður og eyðileggja. Og þetta er í
raun og veru vilji og eðli mannkyns-
ins, sem með réttu skoðar lífið sem
aðalatriði, þótt ill öfl hafi þráfaldlega
og næstum því látlaust látið bræður
heyja hjaðningavíg, þjóðir og ein-
staklinga berast á banaspjótum.
Stór hluti mannkynsins vinnur nú
að því að framleiða efni og vélar til
tortímingar mönnum og alls konar
verðmætum. Vér Islendingar erum
meðal þeirra fáu þjóða, sem ekki eru
knúðar til þess að vinna svona herfi-
lega gegn eðli sínu 'og heilbrigði
mannlífsins. Vér þurfum ekki að
framleiða vítisvélar eða tortíma verð-
mætum eða lífi annarra manna. Vér
getum haldið áfram á braut þróunar-
innar, bætt efnalegan hag vorn og
barizt á heilbrigðan hátt fyrir lífi
voru. En mér finnst rétt af oss að at-
huga vel, hvort vér séum samt að
öllu leyti trúir þeirri hugsjón að
vernda verðmæti, standa á móti öfl-
um eyðileggingarinnar.
í stríðslöndunum eru það fyrst og
fremst ungir menn og hraustir, sem
kallaðir eru á vígvellina til þess að
verja land sitt og þjóð, eftir því sem
stjórnendur þeirra segja. I okkar
landi köllum vér, sem heyrum til
eldri kynslóðinni, líka á æskufólkið,
menn og konur, fram á þann orr-
ustuvöll, sem vér teljum helgan völl;
orrustuvöll, sem ekki er hlaðinn val-
köstum né blóði drifinn, heldur fram
á þann hinn sama orrustuvöll, sem
feður vorir og mæður og forfeður í
marga liði hafa barizt á. Þar hefir
kynslóð eftir kynslóð barizt fyrir til-
veru þjóðarinnar, barist fyrir sjálfa
sig og boma og óborna arfa. Forfeð-
umir hafa að vísu verið mistrúir x
þeirri baráttu, en samt eigum vér,
sem nú lifum, þeim að þakka dýr-
ustu verðmætin, sem vér höfum erft,
mörg dýmstu verðmætin, er vér eig-
um. Þessi dýrustu verðmæti em
tunga vor og bókmenntir. Það em
þau verðmætin, sem gefið hafa þjóð-
inni tilvemrétt.
„Astkæra, ylhýra málið
og allri rödd fegra,“
eins og Jónas Hallgrímsson kveður.
Mál, sem af mörgum fróðum mönn-
um er talið meðal merkilegustu
mála veraldarinnar. Mál, sem hefir