Heimili og skóli - 01.06.1942, Síða 17
HEIMILI OG SKÓLI
31
þolað tímans tönn, sem í aðalatrið-
um er hið sama og þegar forfeður
vorir stofnuðu þjóðfélag vort. En
sem hefir svo mikla sköpunarmögu-
leika, að þó að ný hugtök komi, þá
má jafnan finna eða búa til íslenzk
orð yfir þau.
Margir eru skeytingarlausir um
meðferð móðurmálsins, bæði í ræðu
og riti. Og sumir munu líta svo á, að
það geri ekki svo mikið til, þótt ekki
sé hirt um meðferð þess, þótt bland-
að sé inn í það útlendum orðum, þótt
orðskrípi séu notuð, þótt orð séu
rangt notuð og gerð að vitleysu, eins
og þegar stúlka segir um einhvern
pilt, að hann sé sætur, eða snúið sé
alveg við hugtökum og sagt t. d.
hræðilega góður eða voðalega
fallegur. Slíkt heimskar þann, sem
iðkar það mál. Rökrétt hugsun krefst
rökrétts máls. Hreint mál og góðar
bókmenntir eiga jafnan samleið.
Maður, sem skrifar slæmt mál, getur
ekki skrifað góða bók. Listræn bók
er jafnan skrifuð á listrænu, hreinu
máli. Þeir snillingar, sem festa mál
vort á bókfell á tveim fyrstu ritöld-
um vorum, hafa kunnað að hugsa
rökrétt. Þeir skrifuðu mál, sem
geymzt gat að mestu óbreytt gegn-
um aldaraðir, og sýnist vera þannig
úr garði gert að vera sem gimsteinn,
sem ekki týnir fegurð sinni, þótt þús-
undir ára líði; sem tönn tímans vinn-
ur ekki á. A því máli skrifuðu þeir
bókmenntir, sem verða sígildar, sem
geyma listaverk, er sæma snilling-
um í fremstu röð andans afburða-
manna. Og þrátt fyrir allar hörmung-
ar, sem á fyrri öldum hafa dunið yfir
þjóð vora, svo sem hafísa og hungur,
eldgos og áþján, drepsóttir og dáð-
leysi, þá hafa samt einlægt einhverjir
snillingar lýst dimmu þjóðlífsins upp
með andlegum blysum. A dimmustu
hjátrúaröldinni kveður Hallgrímur
Pétursson þau trúarljóð, „er lýsti ald-
ir tvær“, eins og Matth. Joch. kemst
að orði í kvæði sínu um Hallgrím.
Skáld, er orti sálm, sem aldrei sýnist
ætla að fyrnast. Og á s.l. öld, og það,
sem af er þessari öld, á þjóðin mörg
skáld og orðsnillinga, er skrifað hafa
bækur, er sýna, að ísl. þjóðarsál er
enn þróttmikil. Þetta er vor andlegi
arfur, vor sameiginlegu andans verð-
mæti. En er þá nokkuð að óttast um
mál vort, um bókmenntir vorar, um
þjóðerni vort? Þjóðin er á tímamót-
um. Útlend, sterk áhrif flæða yfir
þjóðfélagið. Erlendir menn eru senn
og bráðum jafnmargir setztir að í
landinu, eins og landsmenn eru
margir. Hvað löng þeirra seta verð-
ur, veit enginn. Hin beinu og óbeinu
áhrif frá þeim eru mjög mikil. Unga
fólkið sækist eftir að læra mál þeirra
og það út af fyrir sig er ekkert
athugavert, þar sem um heimsmál er
að ræða með auðugum bókmenntum.
En áhrifin frá útlendingunum verða
margs konar og ekki öll sem bezt. En
engin vörn fyrir þjóðerni vort og
tungu er betri en sú, að unga fólkið,
þótt það læri erlend mál, læri fyrst
og fremst sitt eigið móðurmál og lesi
það bezta, er skrifað hefir verið á því,
bæði að fornu og nýju, svo sem
Heimskringlu, Njálu, Eglu og önnur
beztu fornrit vor, lesi ljóð góðskáld-
anna, allt frá Hallgrími Péturssyni til