Heimili og skóli - 01.06.1942, Side 18

Heimili og skóli - 01.06.1942, Side 18
32 HEIMILI OG SKÓLI Davíðs Stefánssonar, og reyni að kynna sér sem bezt sögu forfeðranna. Þetta tvennt, lestur ísl. bókmennta og þekking á sögu þjóðarinnar, mun auka ást hinnar ungu kynslóðar á landi sínu og þjóð, tungu og bók- menntum. Það mun vekja henni heil- brigðan metnað, er verði vörn gegn óheppilegum, útlendum áhrifum. Það má enginn skilja orð mín svo, að ég vilji hlaða um oss neinn andleg- an Kínamúr, ég vil aðeins útiloka skemmandi útlend áhrif, áhrif, sem geti eyðilagt okkar dýrasta arf, mál og þjóðerni og að nokkru bókmennt- irnar. Þótt eldri bókmenntir lifðu, ef þjóðin týndi málinu, þá nytu þær sín aldrei til fulls í búningi annars máls. Fornsögur vorar munu aldrei geta notið sín nema á íslenzku. En eg er raunar ekki svo svartsýnn, að mér komi til hugar, að vér glötum nokkru sinni máli voru, en það getur skemmzt, ef ekki er verið á verði. Davíð Stefánsson segir í einu kvæði sínu: „Þeim fækkar óðum, sem feðrunum unna, sem finna sín heilögu ættarbönd, sem sögur og kvæði kunna og kjósa að byggja sín heimalönd. Fyrr sátu hetjur við arineldinn að óðali sínu, er vetra tók, og lásu við koluna á kveldin kafla í Landnámabók." Það ætti að verða framtíðarhlut- verk skóla vorra að fjölga þeim, sem feðrunum unna, að fjölga þeim, sem Iesa íslenzkar sögur og kvæði, að fjölga þeim, sem festa vilja rætur í heimalöndum sínum, að fjölga þeim, sem vilja kynnast uppruna þjóðar- innar með Iestri Landnámabókar og annarra þjóðlegra fræða, að fjölga þeim, er styrkja vilja ísl. rætur, er rækta vilja allt hið bezta í þjóðerni voru, í háttum vorum, siðum og menningu. Það eru þessi sameigin- legu verðmæti þjóðarinnar, sem eg vil hvetja yður, ungu gagnfræðingar, til þess að hagnýta yður og leggja rækt við, yður til andlegrar heilsu- bótar og uppbyggingar, og þar með gerast varðmenn íslenzks máls og menningar. Hæfileikar vorir, vor líkmalegi og siðlegi þróttur, eru allt saman verð- mæti, er vér höfum erft frá forfeðr- um vorum. Hæfileika vora getum vér vissulega eflt, alveg eins og íþrótta- maður stælir og styrkir vöðva sína. En ennþá auðveldara er að skemma hæfileikana með því að leggja ekki stund á eflingu þeirra. Því að eins og letingi, sem aldrei nennir að reyna á sig líkamlega vinnu, verður dáðlaus ónytjungur, þannig getur hver maður skemmt hæfileika sína með andlegri leti. Og ég held, að andleg leti sé al- gengari en líkamleg leti. Sérstaklega eru margir latir við að beita hugsun sinni. Fjöldi ungra manna er ekki svo latur að lesa námsbækur sínar, en margir þeirra eru samt latir við að reyna á sjálfstæðan hátt að brjóta mál til mergjar, að æfa sig í því að hugsa sjálfstætt og rökrétt. En sá er vanrækir þetta, hann glatar smátt og smátt hæfileika þeim, sem honum hafði hlotnazt í vöggugjöf: að geta hugsað sjálfstætt.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.