Heimili og skóli - 01.06.1942, Qupperneq 19
heimili og skóli
33
Tíminn er verðmæti, hverjum,
sem vill nota hann. Æfi allra vor er
mjög takmörkuð. Glataður tími er í
raun og veru stytting á lífi voru. Vér
getum aldrei aftur bætt oss upp þann
tíma, sem vér glötum til einskis. „Þess
um degi hefi ég glatað“, sagði hinn
ágæti Rómverjakeisari Títus, ef ein-
hver dagur leið svo, að hann gerði
ekki góðverk. „Þessum degi hefi ég
glatað“, geta allir þeir sagt, sem láta
svo dag líða að vinna ekkert gagn,
hvorki sjálfum sér né öðrum. En slík
eyðsla og sóun á verðmæti er algeng.
Og flest af oss munu oftar en einu
sinni hafa fundið til samvizkubits af
því að hafa glatað tíma vorum. Og
sjálfur get ég sagt það, að ég hefi
aldrei séð eins eftir neinu, sem ég hefi
eytt til einskis sem tímanum. Einlægt
eru nóg not fyrir tímann, svo sem
vinna allskonar, lestur, íþróttir eða
gera einhverjum öðrum manni lífið
bjartara einhverja stund, svo sem að
heimsækja sjúkling í sjúkrahúsi, tala
við gamlan mann, er sjálfur getur
ekki lengur lesið eða unnið, vekja
gleði á heimili sínu o. s. frv.
Frá því er sagt, að rómverskt skáld,
er Flórus hét, hafi eitt sinn mælt við
Hadrianus keisara: „Ekki vildi ég
vera keisari, ef ég ætti að vinna það
til að ferðast um þokuland Breta og
þola kuldann í landi þeirra Sky-
þarna“. Hadrianus svaraði brosandi:
„Og ekki vildi ég vera Flórus og
slangra úr einni veitingakránni í aðra
og vera étinn af ormum að lokum“.
Hadrianus var starfsamur. Hann not-
aði vel tíma sinn. Flórus var drykkju-
slarkari. Enginn vafi leikur á því,
hvor þessara manna hefir lagzt til
hinnar hinztu hvíldar með betri sam-
vizku.
Mikill hluti þjóðar vorrar hefir á
liðnum öldum verið fátækur, og
stundum svo fátækur að eiga vart
málungi matar, en einlægt svo fátæk-
ur, að hann hefir þurft að beita allri
sinni orku til þess að sjá sér farborða,
hefir orðið að nota allt, sem hægt var
að nota og spara allt, sem hægt var
að spara.
Mikil fátækt dregur úr þreki
manna og þrótti og skemmir menn á
margan hátt. En fátækt þjóðarinnar
þróaði þó ýmsa kosti, svo sem iðju-
semi, nýtni og sparsemi. Nú er orðin
allmikil breyting á þessu. Það, sem af
er þessari öld, hefir efnahagur þjóð-
arinnar batnað, og svo mjög, að þjóð-
in hefir ráðizt í meiri framkvæmdir á
tveim seinustu áratugum, en á mörg-
um öldum áður. Þegar stríðið, sem
nú stendur, skall yfir, þá mátti heita,
að meginhluti þjóðarinnar væri vel
sjálfbjarga og sæmilegar framtíðar-
horfur um batnandi fjárhag manna
almennt. En með stríðinu verður
stökkbreyting. Fjöldi manna, sem að-
eins hafði getað bjargazt áður, fær nú
langtum meiri peninga en þeir þurfa
að nota. Unglingar, sem áður máttu
þakka fyrir að geta unnið sæmilega
fyrir sér, fá nú kaup, sem stundum
hefir verið hærra en ráðherralaun,
eða laun æðstu embættismanna
landsins. En jafnframt þessu pen-
ingaflóði hefir kaupgirni manna auk-
izt og alls konar óhófleg eyðsla, svo
að mörg dæmi munu finnast um það,