Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 20

Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 20
34 HEIMILI OG SKÓLI að ungir menn, sem hafa unnið sér inn nær þúsund krónur á mánuði að meðaltali yfir árið, hafa verið slyppir og snauðir í árslok. Slík eyðslusemi er stórum siðspillandi. Hvernig mun slíkum mönnum reynast að bjarga sér, ef þeir þurfa einhvern tíma að sjá fyrir heimilum, þegar peningaflóðið er aftur fjarað í landinu, sem það mun áreiðanlega gera að stríðinu loknu? Sá, er sóar á heimskulegan hátt f jármunum sínum, sóar vissulega um leið siðlegum verðmætum. Hann sóar um leið einhverju af sínum eigin þroska og stendur á eftir minni mað- ur. Það er gott, að þjóðin komist úr fátækt, en þó er fátæktin betri, ef hún dregur ekki úr þroska manna, heldur en peningavelta, sem gerir menn að óhófs- og eyðsluseggjum. Peningavelta, sem menn láta eyði- leggja siðbætandi dyggðir, svo sem nýtni, sparsemi og iðjusemi, dyggðir, sem þroskazt hafa hjá þjóðinni í gegnum marga ættliði, og hafa bjarg- að henni í gegnum ótal þrengingar fyrri alda- A nemendur mína vil ég skora, ef svo fer fyrir þeim, sem fleirum nú, að þeir geti unnið sér inn mun meira en þeir þurfa nauðsyn- lega að nota, að reynast ekki svo heimskir að eyða afganginum, heldur geyma hann til seinni tímans. Og eins og hinar sjö mögru kýr í draumi Far- aós átu upp hinar sjö feitu kýr, þá getum við Islendingar verið vissir um, að á eftir því peningaflóði, sem nú er, kemur peningakreppa. Mögru árin munu koma. Þá mun margur iðrast eyðslu sinnar, meðan peningamir voru yfrið nógir. Þá mun margur, sem nú hendir peningum í alls konar vitleysu, ekki geta einu sinni séð sér og sínum farborða hjálparlaust. Þeir menn, sem nú fara skynsamlega með fé það, sem þeir innvinna sér og reyna að spara sem mest af því, munu seinna, að stríðinu loknu, verða mennirnir, sem halda þjóðfélaginu uppi fjárhagslega og jafnvel menn- ingarlega. Þeir menn, sem eyða og sóa fjármunum, er þeir eignast, þeir menn, sem eyða tíma sínum til einsk- is; þeir menn, sem hirða ekki um að þroska sig, og þeir menn, sem hirða ekki um þjóðleg verðmæti, svo sem mál sitt og menntir, þeir hafa í raun og veru gengið á mála hjá hinum eyðandi og niðurrífandi öflum, sem láta nú svo mikið á sér bera í heim- inum. En hinir, sem varðveita vilja þær dyggðir, sem stundum hafa verið kallaðar fornar dyggðir, svo sem iðju- semi, reglusemi, nýtni og hóflega sparsemi, hafa lagt rækt við mál sitt og menningu, rækt við sinn eigin þroska, það eru mennirnir í þjónustu hins skapandi máttar, í þjónustu hins heilbrigða lífs. Ungu vinir! Hér eru tvær fylking- ar manna. í hvora þeirra viljið þér skipa yður? Eg vona, eftir þeirri reynslu, sem ég hefi haft af yður, að þér viljið ganga í hina síðamefndu fylkingu. Wagner, sem skrifað hefir bókina Manndáð, segir í formálanum fyrir bókinni, formála, sem hann skrifar til ungra lesenda: „Eg þekki þig eins og sjálfan mig. Ég þarf ekki nema loka augunum, til

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.