Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 23

Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 23
HEIMILI OG SKÓLI 37 eða einhverju öðru dundi, en þá er áríðandi að gjöra barninu aðvart nokkru áður, að nú sé komið að háttatíma, því að vafalaust á það oft örðugt með að slíta sig frá viðfangs- efninu, og enginn skyldi fyrirvara- laust taka leikföngin af baminu og reka það í rúmið, barn, sem fyrir því verður, sofnar ekki ánægt. Annars er það svo, að börnin kunna ýmsar aðferðir til að teygja tímann og draga allt á langinn, meðal annars með óþrjótandi spurningum og skrafi. En þegar verið er að festa einhverjar hollar uppeldisvenjur má ekki viðhafa neitt hik eða hálf- velgju. Hinar þrálátu spurningar barnanna á kvöldin, þegar þau eiga að fara að sofa, verður að afgreiða með einu svari: A morgun skal ég svara öllum spurningum þínum. Vin- gjarnleg, en einbeitt framkoma for- eldranna slær venjulega öll vopn úr höndum þessara litlu uppreisnar- manna. Aldrei skyldi út á þá braut gengið að kaupa börnin til hlýðni með hinum og öðrum fríðindum, það getur dugað í bili, en þegar stundir líða leiðir sú verzlun út í fullkomnar ógöngur, loks þrjóta öll ráð, og stjórnarbylting verður á heimilinu, barnið verður þar bæði bóndinn og húsfreyjan. Hitt er svo annað mál, að vilji for- eldranna einn má ekki alltaf ráða, hvorki í þessum efnum eða öðrum, að því verður að keppa, að flytja ábyrgðina smátt og smátt yfir á herð- ar barnsins, eftir því sem það eldist, kenna því smátt og smátt að bera sjálft ábyrgð á lífsvenjum sínum, bæði háttatíma og öðru, annars er hætt við að hált verði á svelli ungl- ingsáranna ef ekki hefir verið lögð stund á viljauppeldi bamsins og ræktun ábyrgðartilfinningar. Veðurglöggir menn telja kvöld- roðann boða gott veður næsta dag. Ekki veit ég hvort þarna ríkja ein- hver lögmál úti í himingeimnum, en niðri á jörð vorri, í okkar hversdags- lega óbrotna lífi, ríkir vissulega það lögmál, að dagurinn í dag skapar að miklu leyti daginn á morgun, og ef til vill kemur þetta lögmál hvergi greinilegar fram en í uppeldi æsk- unnar. Hvert misstigið spor hefnir sín á morgun, eða að ári, hvert drengilegt átak, hver markviss athöfn greiðir veginn, léttir störf morgun- dagsins, og jafnvel á þessari rótlausu, trúlausu öld get ég ekki hugsað mér annað en að enn sitji þúsundir mæðra við vöggu barna sinna, búi þau undir hinn komandi dag, marki krossinn helga bæði „undir og ofan á“. A meðan svo er, á meðan mæð- urnar eru framverðir í uppeldismál- um vorum erum við, þrátt fyrir allt, á réttri leið. Hagskýrslur frá Svíþjóð sýna, að af 8700 bömum, sem barnaverndamefndir þurftu að ráðstafa, voru 1800, eða 20,5% á vegum nefndanna vegna áfengisnautnar foreldra eða forráðamanna. Þetta var á árunum 1912—1917. Sömu skýrslur sýna, að 21,3% af bömum þeim, er voru á hælum fyrir vandræðabörn á sama tíma vom þar vegna áfengisnautnar foreldra sinna.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.