Heimili og skóli - 01.06.1942, Síða 24
38
HEIMILI OG SKÓLI
Árni M. Rögnvaldsson kennari:
Heimanám
Undirbúningskennsla barna í
heimahúsum hefir því miður farið
mikið þverrandi hin síðari ár. Þó að
sumstaðar liggi til þess eðlilegar
ástæður, er þó víða um að kenna
áhugaleysi og skorti á hirðusemi um
byrjunarnám barna. Með ári hverju
verður tala þeirra heimila hærri, sem
leggja að miklu leyti niður hið þjóð-
lega og þýðingarmikla nauðsynja-
starf, að búa börnin sem bezt með
fræðslu og tilsögn undir framtíðar-
starf sitt. Afleiðingin verður sú, að
börnin líða við það fyrr eða síðar, og
heimilin glata smám saman þeim
menningararfi, sem þau hafa hlotið
og eiga að láta yngri kynslóðinni í
té- Kennslan í föðurhúsum hefir
margoft reynst hinn „holli heima-
fengni baggi, sem bezt hefir geymzt
og dugað í baráttustarfi fulltíða
mannsins. Það er því illa farið, ef
heimilin vanrækja þann veigamikla
þátt uppeldisins, og þarf því að gera
allt sem unnt er til þess að treysta og
bæta aðstöðu heimilanna í kennslu-
starfi þeirra við undirbúningsnám
barna. Sérstaklega er þörf á því, að
gefa leiðbeiningar um helztu við-
fangsefni byrjunarkennslu í lestri,
reikningi, skrift, teikningu o. fl. Það
er sú undirstaða, er þungi framhalds-
námsins hvílir á og þarf hún því að
vera sterk og rétt byggð. Það er ekki
sama, hvernig þessari kennslu er hag-
MÓÐURMÁLIÐ
smábarna
að, eða hvaða aðferðir eru notaðar.
Það er áríðandi að það sé í samræmi
við síðara nám barnsins og starf og
kennslu skólanna. Eg ætla því að
taka þetta til frekari athugunar, ef
það gæti orðið einhverjum til hvatn-
ingar og leiðbeiningar.
Lesturinn er sú námsgrein, sem
skipað hefir öndvegissessinn. Flestar
aðrar námsgreinar byggjast á hon-
um. Því er eðlilegt, að höfuðáherzlan
sé lögð á kunnáttu í lestri, enda hefir
svo verið frá því fyrsta, og svo er enn.
Ymsar aðferðir hafa verið notað-
ar við byrjunarkennslu í lestri, þó að
stöfunaraðferðin hafi verið mest not-
uð hér á landi og víða erlendis.
Hljóða aðferðin hefir þó víða reynst
betur, en er minna þekkt hér, og á
vafalaust eftir að ryðja sér til rúms.
Það er að vísu vandameira að kenna
með henni, en gefur því betri árang-
ur, ef rétt er að farið. Aftur á móti
hefir setninga- eða orðaðferðin mjög
lítið verið notuð á íslandi. Börnin
læra þá orð og setningar, án þess að
þekkja frumparta málsins — stafina,
eða kunna að kveða að þeim. Ýmsir
álíta, að þessi aðferð hljóti að vera
börnum mjög erfið, en reynslan leiðir
í ljós hið gagnstæða. Sálarrannsóknir
sýna.að börnum er eðlilegra aðskynja
í heildarmyndum en sundurliðað.
Börnin læra málið, án þess að vita,
að flest orð og setningar eru byggð