Heimili og skóli - 01.06.1942, Side 28

Heimili og skóli - 01.06.1942, Side 28
42 HEIMILI OG SKÓLI getur mikið af geðbilun og sálarsjúk- dómum komið af líkamlegri lömun, sem orsakast af efnaskorti, arfgengi eða ýmsu öðru, en hin sálarlega löm- un manna á líka rót sína að rekja til þess, að heimurinn liggur of þungt á hugum þeirra og herðum. Tízku- heimurinn er þung byrði hverjum þeim manni, sem guðvana gengur leiðar sinnar. Aðeins sú sál, sem al- tekin er af Guði getur risið undir hvaða krossi sem er með ólamaða sál. Lífshamingja mannsins og styrk- leiki sálar hans er mjög komin undir því, hversu vel sálarlíf hans er skipu- lagt. Heimurinn er í molum og nú- tímamaðurinn er í molum, allur sundurtættur af áhyggjum, áhuga- efnum og mörgum, og oft erfiðum, úrlausnarefnum. Andstæðar stefnur toga og slíta sundur líf þjóðanna, sundra þeim og vekja stríð, og þessi sundurleitu öfl toga einnig þjóðirnar hverja frá annarri, koma öllu í upp- nám, sundra og skilja við heiminn í molum og sundurflakandi í sárum. Mannkynið á mörg áhugamál, en ekkert áhugamál nægilega mikil- vægt, er sameini hin öll. Eitthvað það vantar í líf þjóðanna, er geri heiminn heilann. Þar vantar kjarna, er allt hugsanalíf mannkynsins geti snúist um, einhverja sól, er stjórni hugsana- og tilfinningakerfi mann- anna, haldi öllum hreyfingum þjóð- anna á hinni heppilegu línu, og skapi þar fagurt samræmi og jafnvægi. Ekkert nema guðshyggjan getur ver- ið heiminum slík sól, slíkt heilimagn. En því miour er Guð ekki hin ríkj- andi hugsun mannkynsins, og þess vegna er heimurinn sjúkur og í mol- um. Kristur sagði við sjúka manninn: Ég vil, verðir þú heill. Slíkt lausnar- orð þarf heimurinn að heyra. Einstaklingslífið er veröld út af fyrir sig. Furðulegur og vandasamur heimur. Maðurinn verður að geta skipulagt sitt eigið sálarlíf, kunna að stofna sitt eigið ríki. Þar þarf að vera, ekki aðeins einhver stjórn, eins og í stórgölluðu lýðræðisríki, heldur góð og sterk stjórn. Ekki aðeins múgur, sundurleitur múgur. Ef ótal hvatir, mörg áhugamál og alls konar sundur- leit umhugsunarefni toga í sálar- krafta mannsins, skipta þeim á milli sín og brjóta í ótal mola, þá verður úr þessu sálarlegt múglíf og múgræði, en slíkt getur gengið sturlun næst, ef ekki er þá um fullkomna geðbilun eða brjálæði að ræða. Maðurinn þarf því að eiga einhverja þá meginhugs- un, er stjórni öllu hugsanalífi hans og geri hann heilan. Þetta kalla ný- yrðasmiðir okkar „heilimagn“. Það er magnið eða orkan, sem gerir allt heilt, sameinar, skipuleggur og stjórnar. Við gætum alveg eins vel kallað það sól sálarlífsins, eða þá konung hjarta vors. Fræðimenn kenna okkur, að öll tilveran sé kerfisbundin. Hvert sól- kerfi hefir sína sól, og hin miklu stjörnu- eða sólnahverfi hafa sínar móðursólir að snúast um. Þær eru heilimagn sólkerfanna. Þá er líkami manna og dýra kerfi, og hver einasta fruma er einnig kerfi með sinn kjarna, sem „liggur innst“, jafnvel raf- eindin er örlítið en dásamlegt kerfi. Einnig þar er kjarni, sem allt snýst

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.