Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 29

Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 29
HEIMILI OG SKÓLI 43 um. Sá kjami er það sameinandi og stjórnandi aflið — heilimagnið. Get- um við hugsað okkur, að sálarlíf mannsins sé undantekning, að það þurfi ekki einnig sinn kjarna, sitt heilimagn? Ekkert stundlegt og for- gengilegt, hvorki matur, metorð, auð- ur, nautnir, ekki einu sinni áhuga- málin, sem takmörkuð eru og tíma- bundin, geta verið mannssálinni slík- ur skipuleggjari. Vitsmunalíf og sál- arlíf mannsins tilheyrir hinu eilífa og óforgengilega. Þess vegna getur ekk- ert fullnægt mannssálinni, ekkert verið henni nægilega góður skipu- leggjari, eða heilimagn, nema hið ei- lífa og óforgengilega, það er Guð og trúin á Guð og eilífa lífið. Þetta er afarmikilvægt, já, öllu mikilvægara, þótt flaustursleg hugsun höndli það ekki. Sálarlíf einstaklingsins verður að eiga sína sól, er haldi öllum þáttum sálarkraftanna í jafnvægi og fögru samræmi á braut sinni. Þannig, að hinir mismunandi kraftar sálarlífsins snúist um þessa meginhugsun manns- ins — þessa sól lífs hans, eins og reikistjörnurnar kringum sólina. Slíkt heilimagn er hið eina, sem getur skipulagt sálarlíf mannsins þannig, að hann sé heill maður, en ekki allur í molum, að hann sé hamingjusamur og sæll, sterkur og öruggur, en ekki ófarsæll og sálarsjúkur. Jafnvel í hinum þjáðasta og hrör- legasta líkama, þótt hlaðinn sé kaun- um og sárum, getur ljómað engilfög- ur, sterk og fleyg sál, sem numið hef- ir lífsins æðstu list og segir því: „Kóng minn, Jesús, ég kalla þig“. Sú sál er ekki í molum, sem lýtur stjórn Krists. Hann gerir sálir manna heilar. Sé hann konungur hjartans, þá er þar hvorki uppreisn, bylting eða þrótt- laus stjórn. Þar getur ekki ríkt ófar- sæld og sturlun. Hann er hið undur- samlega heilimagn sálarinnar ,þessi me^inhugsun, sem stjórnað getur öllu hugsanalífi mannsins svo að þar sé fagurt samræmi og jafnvægi, en ekki lamandi truflun, flan, æði og óheilindi. Það er þetta, sem nútíma- manninn vantar. Hann vill aðeins ekki kannast við þá vöntun sína. Hann vantar í orðsins dýpstu, víð- tækustu og sönnustu merkingu — frelsara, þessa sól sálarinnar. Gamla kenningin um frelsara mannanna er rétt, ef menn nenna að skilja hana. Hver einasta mannssál þarf sinn skipuleggjara. Aðeins Guð getur ver- ið henni þetta, og þá gera menn Krist að konungi hjartna sinna. Slíkir menn eru ekki í molum, ekki á hlaupum, ekki tímalausir, ekki ærðir af annríki, ekki beygðir af áhyggj- um, ekki sálarsjúkir og bölsýnir. Þeir eiga sína sálarsól er gerir þá „styrka í gangi“. í heila manns, sem hefir spillt hjarta, eru vísindin sem vopn í höndum vitfirrings. — Rousseau. Maður án sjálfsaga er enginn maður, hann er aðeins dýr. — Albert Lilius. Föðurlandið varðar miklu, að sérhvert heimili sé djúpur heimur, og í heiðri hafður, heimur, sem veiti meðlimum sínum óafmá- anlegt siðmerki. — Wagrter.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.