Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 30

Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 30
44 HEIMILI OG SKÓLI Gunnar Hallgrímsson tannlæknir: Þarf ad liipða um barnstennurnar? Gott er a3 skola munn- inn á eftir máltiðum. Flestum mun líklega finnast óþarfi, að hirða um barnstennurnar, þar sem vitanlegt er, að þær eru aðeins til bráðabirgða og eiga sér tiltölulega skamman aldur. Fram að þessu hefir „hirðing“ þeirra nær eingöngu verið fólgin í því að kippa þeim út, þegar tannpínan hefir haldið innreið sína. En þegar á bað er litið hve lengi barn- ið verður að notast við barnstennurn- ar eingöngu, eða því sem næst, verður það hverjum fullljóst hve þýðingar- mikið það er fyrir heilbrigði og vel- líðan barnsins, að ténnur þess séu í sem beztu lagi. Barnið tekur venju- lega fyrstu tennurnar, þegar það er 6—8 mánaða, og tanntökunni er lok- ið þegar það er rúmlega tveggja ára. Síðustu barnstennurnar fellir barnið 12—13 ára. Fyrstu fullorðinstenn- urnar koma á sjöunda árinu. Af þessu má sjá að barnstennurnar eru í notkun um tíu ár, og af þeim tíma verður barnið að notast við þær eingöngu í 4—5 ár. Það verður því auðsætt, að barninu er nauðsynlegt að tennurnar séu heilbrigðar, því að öðrum kosti getur það ekki unnið sér til matar. Einmitt á þessum árum er barnið í mjög hröðum vexti, og líðan þess og heilbrigði á þessum tíma get- ur haft mikla þýðingu,bæði fyrir and- legt og líkamlegt atgervi þess síðar meir. Allir eru sammála um, að barnið þurfi að fá heilnæma fæðu á upp- vaxtarárunum, en til hvers er það, ef það ekki getur hagnýtt sér fæðuna vegna skemmdra tanna eða tannleys-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.