Heimili og skóli - 01.06.1942, Blaðsíða 33
HEIMILI OG SKÓLI
47
sem böm koma ekki í skóla fyrr en 10 ára
gömul, og eru ekki í skóla nema 8—16 vik-
ur árlega, eða skemur, verða þau að vera
læs. Annars fer allt skólastarfið í mola, ó-
læsu börnin verða ekki læs, en svo mikill
tími fer til þess að reyna að þoka þeim
áfram, að kennarinn getur ekki sinnt hin-
um læsu svo sem þau eiga heimtingu á, og
allir verða óánægðir. Hin ólæsu böm verða
óhjákvæmilega aftur úr. Og það, að verða
af þessum sökum aftur úr, getur haft óaf-
máanlega skaðleg áhrif á alla framtíð þeirra,
með því að hætta er á, að þau missi traust
á sér, verði þunglynd og önug, og þjáist af
minnimáttarkennd, sem kann að verða
háskasamleg þroska þeirra og allri framtíð.
Foreldrar ættu að minnast þess, að þeir
gera varla barni sínu meiri greiða, en að
gera það vel læst áður en það nær 10 ára
aldri. Og kennarar og skólanefndir þurfa
að vera vel á verði um þessi mál.
Sn. S.
Fréttir frá barnaskólanum á Eskifirði.
Skólinn hefir starfað að undanfömu í 10
mánuði, en nú á þessu ári var starfstími
hans styttur um 1 mánuð. 112 börn stund-
uðu nám í skólanum síðastliðið starfsár, þar
af útskrifuðust 15 nú í vor.
Hver kennsludagur hófst með því, að
kennarar og þau böm, sem dvöldu í skól-
anum fyrir hádegi, komu saman í einni
kennslustofunni. Lásu þá börnin upp valin
kvæði og sungu sálma og ljóð.
Síðasta kennsludag fyrir jól komu böm
og kennarar saman í leikfimisal skólans. Var
þá lesið upp, sagðar sögur og sungið. Jóla-
blær hvíldi yfir samkomunni.
Síðasta kennsludag fyrir próf fór fram
leikfimisýning fyrir foreldra.
A sumardaginn fyrsta fóru börnin í skrúð-
göngu um kauptúnið, undir bekkjarfánum
og íslenzkum fánum. Staðnæmzt var við
barnaskólann. Þar flutti skólastjóri ávarp
til foreldra og annarra viðstaddra.
30. apríl fóru fram skólalausnir. Þá fór
einnig fram sýning á skólavinnu barnanna.
Margir foreldrar mættu bæði við skólaslit
og á sýningunni. A sýningunni var meðal
annars: Vinnubækur í ýmsum námsgreinum,
teikningar, skrift og handavinna. 33 stúlkur
nutu handavinnukennslu og sýndu 128 muni,
þar af um helminginn stór stykki og vönduð.
Handavinnukennari er frk. Einarína Guð-
mundsdóttir.
Þrjár Rauða kross deildir störfuðu í skól-
anum: Æskudáð, Æskuvon og Æskugleði
(6., 5. og 4. b.). Elzta deildin hélt fundi
vikulega. Voru þá gefnar skýrslur um störf
deildarinnar og athugað hvaða nemendur
hefðu ekki haldið settar reglur, sem eru all-
nákvæmar. Þá starfaði sérstök málvöndun-
amefnd, sem gaf skýrslu á hverjum fundi.
Vandlega var þess gætt, að fundirnir færu
formlega og skipulega fram.
Það skal tekið fram, að reynt er að hafa
sem mestan hátíða- og alvörublæ yfir skóla-
setningu og skólauppsögn.
Hér á Eskifirði ber nokkuð á hljóðvillu
meðal barna, eins og víðar á landinu. Höf-
um við tekið upp þá reglu við einkunnagjöf
hljóðvilltra barna, að dæma ekki eftir því,
hve margar hljóðvillur koma fyrir í stílnum,
heldur draga 1—2 heila frá réttritunareink-
unn barnsins (sem fæst án tillits til hljóðv.)
eftir því hve hljóðvilla þess er yfirgrips-
mikil.
Börnum í elzta bekk skólans eru jafnan
gefnar einkunnir fyrir málfræðikunnáttu og
vinnubækur, enda þótt ekki beri skylda til
þess, og þær séu ekki reiknaðar með til
aðaleinkunnar. Skúli Þorsteinsson.
Til fyrirmyndar.
Tveir heimavistarskólar eru nú að rísa
norðanlands, og eru báðir hrepparnir fá-
mennir, sem að þeim standa, en þar eru á-
hugamenn að verki.
Annar skólinn er við Barðslaug í Haga-
neshreppi í Fljótum, og hefir hann fengið
Siglufjörð til að leggja í bygginguna með
sér gegn því, að þar verði dvalarheimili
fyrir siglfirzk börn að sumrin. Er það vel og
viturlega ráðið úr því nágrannahrepparnir
vildu ekki vera með.
Hinn skólinn er í Arskógshreppi við
Eyjafjörð, og byggir hreppurinn þar einn
með styrk úr ríkissjóði, samkvæmt lögum,