Heimili og skóli - 01.06.1942, Side 34

Heimili og skóli - 01.06.1942, Side 34
48 HEIMILI OG SKÓLI og úr menningarsjóði Kaupfélags Eyfirð- inga. Er það fyrsti hreppurinn í Eyjafjarðar- sýslu, sem notfærir sér hina rausnarlegu gjöf K.E.A. á 50 ára afmæli þess, er það gaf 50 þúsund krónur til byggingar heimavist- arskóla í Eyjafjarðarsýslu. Hverjir koma næst? Sn. S. ,JVIenntamál.“ Fyrir nokkru er komið út október—des- emberhefti Menntamála. Hefti þetta er mjög myndarlegt að efni, prýðilegt að frá- gangi og prýtt allmörgum myndum. Helztu greinar eru: Minningargrein um Benedikt Björnsson skólastjóra á Húsavík, eftir Egil Þorláksson kennara. Barnaleik- völlurinn á Akureyri, Kennslueftirlitið, eftir Jakob Kristinsson fræðslumálastjóra, Gagn- fræðapróf, eftir Steinþór Guðmundsson kennara, Tveir dagar í Reykjavík, eftir Sig- urð Helgason kennara, Minning Eiríks Magnússonar, eftir Jón Sigurðsson skóla- stjóra, Skólarnir og skátafélagsskapurinn, eftir frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur, og margar smærri greinar, fréttir og bóka- fregnir. Þeir, sem hefðu huga á að gjörast áskrif- endur að ritinu, sendi pöntun í pósthólf 616, Reykjavík. Hugsjón mannlífsins er sú, að breyta líf- inu í eitthvað, sem er ágætara en það sjálft — Wagner. Meginlestir okkar mannanna eru þrír, og eru þessir: Leti — skortur á djörfung og sjálfsstjóm. Hugsunarleysi — skortur á sannleika. Sérplæéni — skortur á kærleika. — Ernest Wood. Það er eftirtakanlegt, hve margir heims- ins mestu og beztu manna hafa átt mikið mæðrum sínum að þakka. Hvað heimurinn, mannkynið yfirhöfuð að tala, á góðum mæðrum að þakka, getur enginn reiknað nema guð. — Séra Magnús Helgason. HEIMILI OG SKÓLI — Tímarit um uppeldismál. — Utgefandi Kennarafélag Eyjafjarðar. Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst 16 síður hvert hefti, og kostar árg. kr. 5,00, er greiðist fyrir 1. júlí. Utgáfustjórn: Snorri Sigfússon, skólastjóri. Kristján Sigurðsson, kennari. Hannes J. Magnússon, kennari. Afgreiðslu og innheimtu annast: Eiríkur Sigurðsson kennari, Hrafna- gilsstræti 12. Akureyri. Sími 262. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, Páls Briems götu 20, Akureyri. Sími 174. Prentverk Odds Björnssonar. Andlegt frelsi vinnst aðeins fyrir harða baráttu og vakandi umhyggju, eins og póli- tískt frelsi og allt, sem nokkurs virði er í þessum heimi. Frelsið er sigurlaun þeirra, sem eru hæfir, sterkir og þrautseigir. Það er enginn frjáls, sem ekki hefir unnið til þess. — Jules Payot. Það dugar trauðla nokkur til að uppala aðra, nema hann hafi kostað kapps um að uppala sjálfan sig og haldi sífellt áfram að gjöra það. — Sr. Magnús Helgason. Matur og fé er góð guðsblessun til að lifa af, en að kafna í því, kyrkjast út af, er víst ekki betri dauðdagi en hver annar. Jafnvel veraldargengið verður valt, ef and- lega lífið er vanrækt. — Sr. M. Helgason. Meir en nokkurn málara, meir en nokk- urn myndasmið, meir en nokkurn listamann met ég þann, sem bætir og lagar barnssál; listamaður lætur eftir sig dauða mynd, en hinn lifandi listaverk, sem bæði gleður guð og menn. — Krysostomus.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.