Heimili og skóli - 01.08.1944, Page 5

Heimili og skóli - 01.08.1944, Page 5
HEIMILI OG SKÓLI 51 ár, og var Snorri oftast einn við skól- ann með 30—40 börn. En auk skóla- starfsins hlóðust á hann ýmis önnur störf, var hann t. d. í hreppsnefnd í 14 ár og þá lengst af oddviti. For- maður sóknarnefndar var hann öll árin, er hann dvaldi á Flateyri, og var hann allan þann tíma söngstjóri jafn- framt. Hann vann þá meðal annars að því að koma upp grafreit í þorp- inu. Lestrarfélag stofnaði hann, var einn af stofnendum Sparisjóðs Ön- firðinga og tók mikinn þátt í félags- lífi þorpsins, einkum stúkunnar Straumhvarfa. Þótt Snorri hefði mik- ið að starfa á Flateyri, mun hann hafa unað sér þar vel, og segist hafa saknað Flateyringa, er hann fór það- an, mun það mála sannast, að hvor- ugum hafi þótt skilnaðurinn góður. Haustið 1930 fluttist hann svo til Akureyrar og gjörðist skólastjóri barnaskólans þar og hefur verið það síðan, að öðru leyti en því, að hann var námsstjóri í Norðlendingafjórð- ungi veturna 1941—1943, setti þá mann í staðinn fyrir sig, en hélt skóla- stjórastöðunni. Eftir að hann lauk námi hefur hann farið þrisvar sinnum utan til að kynnast skólamálum nágrannaland- anna og ætíð komið heim fullur af nýjum áhuga og eldi. Þámágetaþess, að hann var formaður milliþinga- nefndar þeirrar, sem undirbjó nú- gildandi fræðslulög og vann þar mik- ið verk, þótt tillögur hans og sam- nefndarmanna hans næðu ekki allar fram að ganga. Þetta er nú í stuttu máli ramminn utan um 60 ára ævi Snorra Sigfús- sonar, og mætti því ef til vill láta hér staðar numið, ég get þó ekki stillt mig um að bæta við nokkrum orð- um. Eg kynntist Snorra lítið fyrr en hann kom til Akureyrar, en við kom- um þangað jafnt að skólanum. Ég hafði þó áður verið með honum á nokkrum kennaraþingum, en þar hef- ur hann ætíð verið einn af hinum sókndjörfustu bardagamönnum, eins og á öðrum mannfundum, þegar góð- ur málsstaður hefur þurft á liðs- mönnum að halda. Það mætti skipta þessum sextíu ára ferli Snorra í þrjú höfuð tímabil. Fyrsta tímabilið er vitanlega bernska hans og æskuár, þegar hann með fádæma dugnaði brýzt til mennta, foreldralaus, með tvær hendur tóm- ar, stofnar skóla, gjörist einn af frum- herjum Ungmennafélagsskaparins, fastnar sér konu og leggur svo út á djúpmið manndómsáranna. Annað tímabilið er svo skólastjóra- tíð hans á Flateyri, þar sem hann gjörist allt í öllu í andlegum og ver- aldlegum málefnum þorpsins, en er síldarmatsmaður á sumrin og aflar sér þar svo mikils trausts, að hann er skipaður yfirsíldarmatsmaður á Vesturlandi, og hefur svo fram á síð- ustu ár verið nokkurs konar ráðu- nautur ýmsra síldarsaltenda og síld- arútvegsnefndar. Þriðja tímabilið er svo skólastjóra- tíð hans á Akureyri. A því tímabili fer hann tvisvar utan, er formaður milliþinganefndar í skólamálum, námsstjóri í tvö ár, formaður Kenn- arafélags Eyjafjarðar frá stofnun þess

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.