Heimili og skóli - 01.08.1944, Qupperneq 7

Heimili og skóli - 01.08.1944, Qupperneq 7
HEIMILI OG SKÓLI 53 merkjum, sem taldir hafa verið at- hafnamenn annað hvort á hinu and- lega eða efnislega sviði, meiri en al- mennt gjörist. En það er ekki of mik- ið sagt, þótt fullyrt sé, að margur beri nú þann kross, sem minni skerf hefur lagt fram til að manna þjóð sína, en Snorri Sigfússon, og minni áhuga og trúmennsku hafi sýnt í starfi sínu en hann, að öllum þeim mörgu og góðu mönnum ólöstuðum — en nóg um það. Það er hægt að mæla í dagsláttum túnrækt bóndans, það er hægt að meta til fjár aflann, sem „aflaklærn- ar“ draga á land og auðga með því þjóðarbúið, það er hægt að meta til fjár mannvirkin, sem athafnamenn- irnir láta gjöra, það er hægt að telja skipin, sem þeir láta byggja o. s. frv., en starf skólamannsins verður ekki metið á neinn slíkan mælikvarða, þess vegna er jafnan hljótt um störf hans. En hvað sem því líður, má full- yrða, að Snorri Sigfússon lætur eftir sig ýmis spor í íslenzkum skóla- og uppeldismálum, þegar hann að lok- um dregur skip sitt í naust að lokn- um löngum og farsælum róðri. Sjálfur telur hann sig hamingju- mann, ég tel hann það líka. Hann hefur átt góða eiginkonu. Hann hefur haft mikið barnalán og á nú sex mannvænleg börn. Hann er með af- brigðum vinsæll af öllum, sem til hans þekkja, og hann hefur þegar skilað miklu og farsælu dagsverki, sem hann á vafalaust eftir að bæta miklu við enn .Allt eru þetta góðar gjafir, sem oft eru í fylgd með böm- um hamingjunnar. Ég gat þess hér. að framan, að Snorri hefði verið einn af þeim, sem ekki gjörði sig ánægðan með að láta gömlu söguna endurtaka sig. I því sambandi skal þess þó getið, að hug- ur hans átti djúpar rætur í íslenzkri fortíð og sögu. Hann er þjóðrækinn og trúrækinn í senn. Skólastarf sitt hefur hann viljað byggja á kristileg-. um og þjóðlegum grundvelli, og úr þeim tveim miklu elfum, sem veitt hafa frjódögg yfir íslenzka menningu um margar aldir, vildi hann mega ausa hollum og siðbætandi áhrifum inn í skólastarfið. Snorri hefur einhvern tíma sagt, að það bezta, sem hann hafi hlotið í vöggugjöf, hafi verið glaðlyndið, söngröddin og hjartahlýja móður sinnar. Þetta eru góðar vöggugjafir, og Snorri hefur ekki búið einn að þeim, heldur miðlað samferðamönn- um óspart af þeim öllum. Eg óska svo að lokum Snorra Sig- fússyni allra heilla á þessum vega- mótum ævinnar, þakka honum fyrir samvinnuna og óska honum allrar blessunar á fjórða áfanganum, sem vel mætti telja, að væri nú hafinn. Eg flyt þær árnaðaróskir í nafni allra samkennara hans við barnaskóla Ak- ureyrar, og ég flyt þær einnig í nafni Kennarafélags Eyjafjarðar, sem gef- ur rit þetta út. Þökk fyrir langt og dáðríkt starf. 20. ágúst 1944. Hannes J. Magnússon. Segið börnum yðar aldrei ósatt, ef þið viljið að þau beri virðingu fyrir sannleikan- um, þegar þau stækka.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.