Heimili og skóli - 01.08.1944, Page 13

Heimili og skóli - 01.08.1944, Page 13
HEIMILI OG SKÓLI 59 börnin frá fátæku heimilunum nægi- lega gott fæði, til þess að geta þrosk- ast eðlilega? Þessu er mjög vandsvarað, og þyrfti til þess talsverðar rannsóknar. Og ég hygg, að þessi árin, sem afkoma fólks almennt hefur verið með bezta móti, hafi minna borið á ónógu viðurværi þessara barna heldur en áður. En þó áh't ég /JS ekki aðeins þessi börn, held- ur fólk yfirleitt, skorti einkum yfir vetrarmánuðina, þegar sólar nýtur ekki, nægileg bætiefni í fæðuna, svo að því líði vel. Að þessu hníga um- mæli margra lækna. Flestir fá kannski nóg að borða að vöxtum, en mikið vantar á, að efnasamsetning fæðunnar sé svo vel blönduð að nægilegt sé af öllum þeim efnum, sem líkamanum eru nauðsynleg. Og þetta kemur harð- ast niður á börnunum. sem eru að vaxa. Þau verða föl, dauf og þróttlítil, af því að fæðið er ekki nógu fjölbreytt og gott. — Mörg þeirra bragða varla íslenzkt smjör, en neyta að staðaldri smjörlíkis, sem er misjafnt að gæðum. Mjólk er oft af skornum skammti. Avextir, sem eru auðugir af bætiefn- um, sjást varla, nema sítrónur við og við, og epli stöku sinnum. Til þess að vinna á móti bætiefna- hungrinu, hefur börnunum verið gef- ið lýsi og mjólk í barnaskólunum. Og hefur barnaskólinn hér haft forgöngu i því máli. Þessi starfsemi er mjög gagnleg og má ekki leggjast niður. Þá hefur ljóslækningum verið kom- ið upp í sambandi við allmarga barna- skóla í bæjunum. Þær vinna svipað verk og mjólkur- og lýsisgjafirnar. Rafmagnsljósin koma þar í stað sólar- Ijóssins, sem við getum ekki notið í skammdegi vetrarins. Ljósböð við raf- magnssólir fyrir börn og almenning er sennilega meira framtíðarmál hér norður undir heimskautsbaug en við höfum enn gert okkur ljóst. Maður nokkur, sem á sjálfur lítið ljóslækningatæki, hefur sagt mér, að hann fái sér ljósbað á hverjum degi yfir veturinn. Þetta hafi þau áhrif, að hann finni aldrei til þreytu við starf sitt og hann finni stöðugt til vellíð- unar, sem hann hafi ekki þekkt áður. Ég drap á það áðan, að sum börn, einkum frá barnmörgum, fátækum heimilum, væru of mikið í götusollin- um. Þessi börn kynnast oft engum aga, og eiga því erfitt með að hlýða því að fylgja settum reglum, þegar þau koma í barnaskóla og þurfa að taka tillit til annarra. Úr þessum hópi eru oftast flest þau börn, sem mestum vandræðum valda í skólastarfinu. Ekki er þó alltaf hægt að kenna hér um efnaleysi foreldranna, stundum stafar þetta slæma uppeldi af skeyting- arleysi eða þekkingarleysi þeirra. Þá er drykkjuskapur heimilisföðurins oft orsök misheppnaðs uppeldis. Og hefi ég lítillega veitt því athvgli, að það er tiltölulega margt af vandræðabörnun- um frá drykkjumannaheimilum og eru þau oft meira eða minna tauga- veikluð. Götubarnið er villt og ótamið, þeg- ar það kemur í skólann. Þar lærir það helztu umgengnisvenjur, og að taka tillit til annarra. En ekki verða barn- inu þessar venjur jafn samgrónar, eins og það hefði lært þær fyrr á heimili sínu. Það er því hætt við, að svona

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.