Heimili og skóli - 01.08.1946, Qupperneq 3

Heimili og skóli - 01.08.1946, Qupperneq 3
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 5. árgangur. Júlí—Ágúst 4. hefti EIRÍKUR SIGURÐSSON: Kvikmyndimar og börnin Eitt af dásamlegustu tækjum, sem tæknin hefur lagt mönnum upp í hendur, eru kvikmyndirnar. Með þeim er hægt að geyma atburði löngu eftir að þeir gerðust, — geyma tal og tóna, sýna fjarlæg lönd og höf. Ætla mætti, að slík uppgötvun væri sjálf- sögð við kennslu í skólum til að minnka bókarstaglið, en þó er það svo hér á landi víðast hvar, að enn eru kvikmyndir svo að segja óþekkt kennslutæki, en eiga gennilega eftir að skipa þar meira rúm, er stundir líða. Einkum er nauðsynlegt að fá í skólana myndir úr íslenzku þjóðlífi, og er gleðilegt að stofnað hefur verið félag í þeim tilgangi að svo megi verða. En flestir hlutir hafa tvær hliðar. Svo er einnig um kvikmyndirnar. Það er hægt að nota þær til fræðslu, en það er einnig hægt að nota þær til fjár- gróða, án tillits til áhrifa þeirra á mennina. Það er hægt að kvikmynda lélegustu reifara, gera atburðina æs- andi, svo að fólk með lélegan lista- smekk hafi ánægju af að horfa á þær. Og þetta hefur verið gert. Auð- magnið hefur tekið kvikmyndirnar í þjónustu sína, og mikill meiri hluti allra kvikmynda í heiminum eru mið- aðar við þetta sjónarmið fjárgróða- manna, en ekki hitt að auðga líf mannanna að sönnum, listrænum lýs- ingum, eða fræða þá um fegurð þessa hnattar, sem við byggjum, nema það geti samrýmst gróðavoninni. — Þó eru hér sem betur fer, margar heiðarleg- ar undantekningar.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.