Heimili og skóli - 01.08.1946, Blaðsíða 5
HEIMILI OG SKÓLI
75
arlaust að banna myndir, ef því banni
er svo ekki framfylgt.
Eftirlitsmaður með skoðun kvik-
mynda starfar í Reykjavík og úrskurð-
ar, hvort myndir skulu leyfðar börn-
um eða eigi. En séu myndirnar óskoð-
aðar, ber viðkomandi barnaverndar-
nefnd að skoða þær.
Ekki skal hér neinn dómur á það
lagður, hvernig þessi skoðun tekst nú,
en það verður að teljast mjög óheppi-
legt í framkvæmd, að banna sumar
myndirnar fyrir 12 ára börn, aðrar fyr-
ir 14 ára og þriðja flokkinn fyrir 16
ára. Ég tel víst að færa megi rök fyrir
því, að sálfræðilegur grundvöllur sé
til fyrir þessari skiptingu að einhverju
leyti. En eigi að greina af svona mik-
illi nákvæmni milli aldursflokka, virð-
ist óhjákvæmilegt að hafa sérmennt-
aðan sálfræðing við skoðunina, og ein-
liverja tryggingu fyrir því, að þessum
bönnum sé hlýtt.
En þessi skipting gerir umsjónar-
mönnum kvikmyndahúsa svo erfitt
fyrir, að hún gerir það að verkum, að
framkvæmd fer meira og minna í
handaskolum, vegna þess að þeir
þekkja ekki börnin eftir aldri. Og það
er vægast sagt mjög hæpin uppeldisað-
ferð að banna börnum eitthvað, en
tryggja ekki um leið, að banninu sé
hlýtt. Hér þarf að koma eitt aldurstak-
mark 14 eða 15 ára, sem bann á kvik-
myndasýningar er bundið við.
Þá er það annað atriði, sem er al-
gjörlega óhæft í sambandi við fram-
kvæmd þessa máls. Mynd kemur frá
Reykjavík til einhvers kvikmyndahúss
annars staðar á landinu. Hún er bönn-
uð fyrir börn yngri en 16 ára. Hvernig
eiga nú umsjónarmenn kvikmynda-
húsa að framkvæma þetta? Við inn-
göngudyrnar verða þeir að spyrja
unglingana um aldur, því að í mörg-
um tilfellum er ógerlesft að ráða af út-
liti, hvort þeir eru 14—15—16 eða 17
ára. Skyldu allir svara rétt undir þess-
um kringumstæðum? Ég held tæplega.
Það er of þung raun fyrir sannsöglina,
þegar lokkandi kvikmynd er annars
vegar. Þetta veit ég af reynslu.
Úr þessu þarf að bæta. Það er sið-
ferðilega skaðlegt að banna eitthvað
með lögum, sem ekki er hægt að fram-
kvæma. Það elur upp í börnum og
unglingum virðingarleysi fyrir lögum
þjóðfélagsins og sá þykist mestur, sem
oftast getur brotið þau. Ráðið við
þessu er það, hð alls staðar þar, sem
kvikmyndahús eru starfandi, fái hvert
barn aldursskírteini, sem það sýni við
inngöngudyr kvikmyndahúsa í hvert
skipti og bönnuð mynd er sýnd, ella
fái það ekki inngöngu. Á þessum ald-
ursskírteinum þarf einnig að vera
mynd af handhafa. Ég kem ekki auga
á annað ráð heppilegra í þessu efni.
Framtíðarlausn þessa máls hér^
landi, eins og annars staðar, hyggégað
sé sú, að skólarnir hafi kvikmyndasýn-
ingar fyrir börn einu sinni eða tvisvar
í viku hverri, bæði fræðslu- og
skemmtimyndir að vissu aldursskeiði,
en börn fái ekki aðgang að almennum
kvikmyndahúsum, fyrr en þau hafa
náð talsverðum þroska. Um það ald-
urstakmark skal ekki slegið neinu
föstu hér, en það þarf að taka á þessum
lið uppeldisstarfsins fastari tökum en
gert hefur verið hingað til.
Hér hefur verið drepið á eitt af
vandamálum heimilanna og nokkrar
tillögur til bóta. Vænti ég, að þær
muni eitthvert gagn gera, ef þær ná
fram að ganga.