Heimili og skóli - 01.08.1946, Page 6
76
HEIMILI OG SKÖLI
HANNES J. MAGNÚSSON:
Nokkur orð um samvinnu heimila
og skóla
(Niðurlag).
Að gera skyldu sína.
í stórum skólum með fjölmennum
bekkjum er kennurum mikill vandi á
höndum með að sjá um, að allir nem-
endur geri skyldu sína, og það er ætl-
un mín, að enginn skóli gefi því gæt-
ur sem skyldi, hvílíkt grundyallar-
atriði það er í öllu uppeldinu, 'bæði í
heimilum osr skólum. Og í skólastarfi
er það hættulegra en flest annað, að
nemendur vanræki skyldustörf sín,
einmitt þess vegna er svo áríðandi, að
þeim sé ekki gefið þar undir fótinn
með því að gera cf miklar kröfitr til
þeirra. Skyldurækni og reglusemi eru
dyggðir, sem skólarnir hafa óvenjulega
góð skilyrði til að rækta, og þar ber
þeim að leita aðstoðar heimilanna.
Foreldrar mega ekki ganga þess duld-
ir, að barn þeirra geri ekki skyldu sína
í skólanum eða heima. I3ess vegna má
enginn kennari hika við að biðja um
aðstoð foreldranna, þegar slíkt kemur
fyrir. Þessar dyggðir eru svo mikils
virði, að það má með miklum rétti
telja þær hornsteina hins siðræna upp-
eldis, og því meira virði en flest
annað skólanám.
Það ríður á miklu, að þarna sé lögð
góð undirstaða í hyrjun .Það á að gera
bcirnunum það skiljanlegt þegar á hin-
um fyrstu dögum skólaverunnar, að
reglusemi og skyldurækni séu eins
sjálfsagðir hlutir, eins og að korna
hreinn í skólann, eða yfirleitt eins
sjálfsagt eins og að koma í skólann.
Það er líka vilji langflestra foreldra,
að þessa sé krafizt af hörnum þeirra,
þótt þeir sumir hverjir veiti þar minni
aðstoð en skyldi, og 99% allra for-
eidra vilja heldur traustan og jafnvel
strangan aga í skólunum en lausatök
og lélega stjórn. En þá hvílir jafn-
framt sú skylda á þeim að hafa búið
þannig í hendur kennaranna, að hörn
þeirra kunni að hlýða og lúta aga.
Geri báðir aðilar, foreldrar og kenn-
arar, þarna skyldu sína, er fenginn
grundvöllur undir uppalandi starf í
skólunum. En grundvallarskilyrði fyr-
ir uppalandi skólastarfi er góð stjórn.
Hitt er svo annað mál, að stjórnsemin
og aginn þurfa ekki að koma frarn í
hörku og óbilgirni, og eiga ekki að
gera það. Og sífellt nöldur og að-
finnslur er oft upphaf agaleysis.
Þó að það geti verið mjög varhuga-
vert fyrir sjálfstæði kennarans að fara
mjög í smiðju til annarra, þegar hann
á við einhverja erfiðleika að stríða í
hekk sínum, er það þó ætlun mín, að
kennarar hafi of lítið samband við for-
eldranna um þá hluti og dragi það oft
of lengi að láta þá vita, þegar eitthvað
ber út af með börn þeirra. T. d. áber-
andi vanræksla við námið, slæm hegð-
un, eða eitthvað annað- Þeir kveinka