Heimili og skóli - 01.08.1946, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.08.1946, Blaðsíða 8
78 HEIMILI OG SKÓLI Þriðji aðilinn. Þegar rætt er um samvinnu heimila og skóla um uppeldi barna og ungl- inga, er varla hægt að komast hjá því að minnast á þriðja aðilann, en það er kirkjan. Sú var tíð, að litin var voldug- ur þáttur í þjóðaruppeldinu- og átti sterk ítök nálega í hverri mannssál. En nú um langt skeið hafa áhrif hennar á uppeldismálin farið síþverrandi. Og allir vinir kirkjunnar hljóta að harrna það, hve áhrifalítil hún er nú á því sviði. Prestarnir vita þetta sjálfir, þótt þeir virðist ekki fá að gjört. En að einu leyti vanrækir kirkjan skyldu sína: Hún leggur of litl'a rækt við börnin, og á meðan er engin von til, að áhrif hennar til mótunar á ungt fólk verði mikil. Bilið milli kirkjunnar og heimilanna hefur alltaf verið að vaxa í seinni tíð, og ber margt til þess. Þar er sökin ekki síður hjá heimilunum, og sam- band kirkjunnar og skólanna er næsta lítið. Sums staðar hafa skólarnir ef til vill engan áhuga fyrir samstarfi við kirkjuna, en mér er óhætt að fullyrða, að sá áhugi er þó talsvert víða fyrir hendi, og þó hefur ekki enn tekizt nein raunhæf samvinna milli kirkju og skóla. Það hefur talsvert verið tal- að um hana, en minna verið gert til að framkvæma hana. Ég vil ekki deila á kirkjuna eða prestana, ég met þá og starf þeirra mikils og skil örðugleika þeirra á þessum miklu efnishyggju- tímum. En þó að allur almenningur sé að minnsta kosti á yfirborðinu frá- hverfur kirkjunni, og að því er virðist öllum trúarlegum athöfnum, er það þó hyggja mín, og ekki alveg út í blá- inn. að enn muni vera jafngóður jarð- vegur fyrir trúarleg áhrif í hugum barnanna, eins og á dögum lrins mikla Jesúítaleiðtoga, er hann mælti: Fáið mér barn í hendur innan 10 ára og ég skal gera það kaþólskt. En ef meiri og raunhæfari samvinna á að takast milli skóla og kirkju, þarf kirkjan að hafa þar forustuna. Hún er elzta menningarstofnun þjóðfélagsins og hún á að bjóða skólunum til sam- vinnu í fullri alvöru. Trúi ég ekki öðru en að tekið yrði í þá framréttu hönd. Kirkjan býr yfir svo miklum and- legum verðmætum, að við höfum ekki ráð á að láta Iiana standa einangraða í þjóðlífinu cg utan við alla alfaravegi. Sá straumur, sem liggur frá heimilun- um til skólanna, á einnig að liggja í gegnum kirkjuna og verða þar fyrir áhrifum, að sínu leyti engu minni en í tveim hinum fyrrtöldu stofnunum. Hver þeirra hefur sínar gjafir að gefa, og sá er að vissu leyti fátækur, sem fer á mis við einhverja af þeim gjöfum. Menntamál. j. 3. hefti Menntamála, eru þessar greinar helztar: Armann Halldórsson skrifar um hina nýju skólalöggjöf. Stefán Júlíusson yf- irkennari skrifar um Lestrarbækur Ríkisút- gáfunnar. Guðfinna Guðbrandsdóttir skrifar grein, sem hún nefnir Heimsókn í skóla. Þá er minningargrein um Jón Pálsson fyrrver- andi bankaféhirði, sem Helgi Elíasson fræðslumálastjóri skrifar. Þá eru afmælis- greinar um Þorleif kennara frá Jarðlangs- stöðum, Olaf Olafsson, skólastjóra á Þing- eyri, Stefán Hannesson í Litla-Hvammi, Klemens Jónsson á Vestari-Skógatjórn, Egil Þórláksson á Akureyri, Björn Jakobsson á Laugarvatni og Þorstein G. Sigurðsson í Reykjavík. Loks eru bókafréttir og þáttur- inn Fréttir og félagsmál.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.