Heimili og skóli - 01.08.1946, Síða 10
80
HEIMILI OG SKÓLI
SERA HALLDOR KOLBEINS:
Tvær líkingar
Hjónavígsluræða
BÆN.
Ljósanna eilífa lind, lífsins oj> kærleik-
ans Guð. Himneski faðir vor. Blessa þú
þessa helgu athöfn í heilagri elsku þinni.
Og umvef oss vonarinnar og íífsins dýr-
lega ljósi. Blessa þú brúðhjón þau, sem
heita nú hvort öðru ævilangri vináttu.
Helga þú heimili þeirra. Helga þú alla
sambúð þeirra. Guð, ver þú hinn lifandi
og frelsandi almættiskraftur í ást þeirra.
Sonur Guðs, Jesús Kristur. Vernda þú og
blessa þú elskendurna. Blessa þú ást
þeirra með heilagri návist þinni. Lát þá
elsku, sem sigrar alla lífsins erfiðleika,
vera í hjörtum þeirra. Gef þeim, sakir
þíns almáttuga kærleika, náð til þess að
íklæðast elskunni í öllu lííi sínu, í öllu
dagfari sínu. Blessa þú oss sökum óum-
ræðilegs kærleika þíns. — Amen.
Auk þess tóku þau sér eina fóstur-
dóttur.
Árið 1928 hóf Anna kennslustörf, og
þá í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Þar
var hún farkennari í 13 vetur. Næstu
fjögur ár kenndi hún í Suðursveit, og
nú síðastliðinn vetur í Álftafirði.
Anna Hlöðversdóttir (fóstri hennar
lét hana nota hið norræna nafn föður
síns) er merkileg kona um margt. Og
þótt kennsludagar hennar séu færri en
margra annarra á hennar aldri, hefur
hún þó á síðari árum vakið hina mestu
eftirtekt, hvar sem hún hefur komið
meðal kennara. Og það, sem einkum
einkennir frú Önnu er fyrst og fremst
hið mikla fjör og brennandi áhugi
fyrir starfi sínu. Þótt hún búi í einu
afskekktasta héraði þessa lands, hefur
hún ekki sett það fyrir sig að sækja ná-
lega hvert kennaraþing og hvert nárns-
skeið, sem haldið hefur verið, og sýnir
það meðal annars, hversu mikla alúð
hún leggur við starf sitt. Hún virðist
ekki vera í rónni, nema hún geti á
hverju ári eitthvað bætt við þekkingu
sína og hæfni í sínu mikilvæga starfi.
Slíku er vert að halda á lofti. Og þrátt
fyrir allan frumbýlingsskap farskólans,
gat Anna þó komið með svo myndar-
legt sýnishorn af handavinnu nem-
enda sinna á landssýninguna 1934, að
mikla athygli vakti.
Frú Anna er fríð kona sýnum og
enn ungleg og hressileg í fasi, þrátt
fyrir þessi mörgu ár að baki, og hún
notar flugvélar, bíla og skip jöfnum
höndum á ferðalögum sínum. Og ekki
er það að sjá, að átján ára einangrun
við erfiða farkennslu hafi dregið úr
áhuga hennar og bjartsýni. Þökk sé
henni fyrir það. Það er gjöf, sem er
gulli betri. Og ég gæti trúað því, að
þessi unga kona ætti eftir að mæta á
mörgum kennaramótum enn, því að í
hópi þeirra held ég, að hún kunni bezt
við sig.
Heimili og skóli árnar henni allra
heilla á sjötugsafmælinu.