Heimili og skóli - 01.08.1946, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.08.1946, Blaðsíða 12
82 HEIMILI OG SKÖLl SNORRI SIGFÚSSON: númæii f Ifiggjðl um fiernalræfislu Síðasta reglulegt Alþingi afgreiddi sem kunnugt er ný lög um fræðslu barna. Þckt þessi lög taki ekki gildi fyrr en í byrjun næsta árs, má búast við, að einhver atriði þeirra verði framkvæmd sums staðar þegar í haust. — Eru það einkum tvö atriði hinna nýju laga, sem ég vildi drepa á, og teljast mega nýmæli, er því nauðsyn- iegt, að foreldrar veiti þeim athygli. Hið fyrra er það, að barnaskólinn er hugsaður sem tvær sjálfstæðar deildir, yngri deild með börn innan 10 ára ald- urs og eldri deild með börn 10 ára og eldri. Að loknu námi í yngri deild, þ. e. áður en barnið verður 10 ára, skal það sýna við próf, sem prófdómendur, skipaðir af fræðslumálastjóra, halda, að það sé svo vel að sér í móðurmáli og reikningi, að það megi takast í eldri deild skólans, ella situr það kyrrt í yngri deild, unz það hefur náð til- skilinni leikni í þessum greinum, þ. e. a. s., ef það telzt námshæft. Af þessu leiðir það, að leggja verður meira kapp á nám yngri barna en ver- ið hefur, enda ætlast lögin til þess, að námstími þeirra lengist að verulegum mun. — Þannig hefur það verið í þorp- um og bæjum hingað til, að t. d. 7 og 8 ára börnin hafa aðeins haft 2 stundir á dag, eða alls 12 kennslustundir á viku að vetrinum, og hefur sumum áhyggjuefni, hversu hátíðleikinn er að þurrkast burt úr lífi manna, svo að enginn dagur ber þar af öðrum. Hinar miklu kirkjuhátíðir eru að verða að venjulegum frídögum. Fermingin er að verða að íburðarmiklum drykkju- veizlum, þar sem sjálf fermingin hverfur í skugga dýrra gjafa og veg- legra veizlufanga, og brúðkaupsdag- urinn, sem ætti að vera einhver mesti og virðulegasti hátíðisdagur lífsins, er nú venjulega haldinn með þeim hætti, að brjúðhjðnin hlaupa af götunni inn til prestsins eða bæjarfógetans og koma svo þaðan sem brúðhjón. Og svo er þeirri hátíð lokið. Lað skal þó játað, að ekki voru allar brúðkaupsveizlum- ar gömlu til mikillar fyrirmyndar, og skal það því ekki harmað, þótt þær legðust niður. En brúðkaupið á að vera virðuleg, kirkjuleg athöfn, og þeim degi mega gjarnan fylgja veizlur, ef þær eru ekki gerðar allt of dýrar og íburðarmiklar og geta farið fram að siðaðra manna hætti. Þótt brúðkaupsdagurinn sé alvöru- dagur, á hann þó jafnframt að vera gleðidagur. Hann á að vera dagur þeirrar allsgáðu gleði, sem fagnar komandi tímum vegna hinna mörgu, óleystu hlutverka, sem þar bíða eftir sérhverjum ungum hjónum. En hið mikilvægasta af þeim öllum er það, að búa þeim ófæddu hollan og góðan samastað, er fyrst og fremst geti orðið göfgandi og þroskandi uppeldisstofn- H. J. M. un.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.