Heimili og skóli - 01.08.1946, Side 15

Heimili og skóli - 01.08.1946, Side 15
HEIMILI OG SKÖLI 85 heimanámi barnanna, sjá um að ekk- ert sé vanrækt og veita aðstoð, ef með þarf. Og í öðru lagi með því að skapa þeim skilyrði, svo sem mögulegt er, til að þau hafi næði til að stunda nám sitt. En þar hafa heimilin næsta mis- jafna aðstöðu, og allt of mörg mjög slæma. Þar sem húsakynni eru þröng, en ef til vill margt í heimili, er erfitt, eða nálega ómögulegt, að veita börn- unum þessi skilyrði, enda segir slíkt oftast til sín, þegar í skólana kemur. Um hitt, að fylgjast með heimanámi barnanna, má svipað segja. Þessa erfið- Ieika skilja kennarar vel, en hins er heldur ekki að dyljast, að ekki þarf æ- tíð þessa örðugleika til, að börn komi iítt undirbúin í skólana. Þarna kemur einnig fleira til greina, og vil ég þá sérstaklega vekja athygli á einum friðarspilli á heimilunum, en það ér útvarpið. Jafnvel svo góða hluti má misnota. Og ég er ekki viss um, að allir skipuleggi útvarpsnotkun sína, eins og æskilegt væri, og þá sérstaklega með tilliti til barnanna, sem þurfa að stunda rneira og minna nám. Það væri ekki sanngjarnt að krefjast þess, að þessu góða menningartæki væri lokað að staðaldri, þótt eitthvað væri af börn- um á heimilinu, sem þyrftu að læra sín fræði. En hitt ættu allir foreldrar að athuga í fullri alvöru, hvort ekki væri rétt að gera það að fastri venju að loka útvarpinu, þegar um er að ræða útvarpsefni, sem enginn liefur á- huga fyrir og enginn hlustar á í raun og veru. Og það hefur þráfaldlega komið fyrir, að börn, sem komið hafa illa undirbúin í skólann, hafa meðal annars borið því við, að þau hafi ekki getiað lært vegna útvarpsins. Þar sem börnin hafa sérstök herbergi til að vinna í, kemur þetta ekki að sök, en því miður munu þau þægindi ekki vera svo algeng sem skyldi. Á síðari árum hafa uppeldisfræð- ingar meðal annars beint rannsóknum sínum að því, hvaða áhrif umhverfið, svo sem húsakynni, tala systkina, heim- ilislíf o. fl., hefði á námsafköst barna, og hefur þá komið í ljós, að námsaf- köst hafa verið að mun verri hjá þeim börnurn, sem ólust upp í þröngum og lélegum húsakynnum. Ætti sú stað- reynd að vera enn ein hvöt til að kapp yrði lagt á, að öll landsins börn fengju að alast upp í viðunandi húsakynn- um, sem ekki draga úr þroska þeirra og andlegri og líkamlegri heilbrigði. Ég veit ekki nema að slíkt ætti jafn- vel að koma á undan skólunum. Og svo að endingu þetta: Foreldrar geta veitt skólunum ómetanlega aðstoð með því að fylgjast með námi barna sinna heima, örfa þau og hvetja til að gera skyldu sína, og þá ekki síður með hinu, að reyna að hafa svo mikla kyrrð og ró á heimilinu, að barnið hafi gott næði til að stunda nám sitt. Barnaverndarnefnd Akureyrar hefur ákveðið í samráði við lögreglustjóra bæjarins, að börn og unglingar á Akureyri frá 12—17 ára að aldri fái aldursskírteini í haust. Ætlast er til, að handhafar skírtein- anna leggi sjálfir til myndir á þau. Verða skírteinin sennilega afhent í október næst- komandi. Er þetta gert til að auðvelda störf umsjónarmanna kvikmyndahúsa og annarra stofnana, þar sem aðgangur er bundinn við vissan aldur, samanber grein á öðrum stað í þessu hefti. Er þess vænzt, að foreldrar taki þessu með skilningi og velvild.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.