Heimili og skóli - 01.08.1946, Side 18
88
HEIMILI OG SKÓLI
ir skólagöngu. En getur það nokkurn
tíma fullnægt og svalað dýpstu þrá
barnssálarinnar eða mannssálarinnar?
— Nei, það getur það ekki, fyrr en all-
ir menn eru orðnir englar. — Dýpstu
þrá barnsins verður ekki svalað nema
á einum einasta stað á jarðríki og það
er í móðurfaðminum. Og það er af því
að þar, og hvergi nema þar á jarðríki,
er að finna þann kærleika, sem allir
menn eru alltaf að leita að.
Hér erum við á krossgötum, gatna-
mótum, þar sem skiljast leiðir þessara
tveggja ríkja, sem ég minntist á í upp-
hafi, þjóðfélagsins og heimilisins.
Þarna er punkturinn, sem stanza
verður við, þegar meta á gildi heimil-
isins, þarna eru önnur réttindin, sem
konurnar eiga að krefjast og varðveita,
að ala upp börn sín á heimili, til þess
að opinbert verði hverri mannssál það
lífslögmál, að maðurinn öðlast fyrst
gildi, þegar hann er elskaður og horft
er á hann í því Ijósi, þ. e., þegar hann
er metinn og veginn út frá sjónarmiði
kærleikans.
Ég hef nokkrum sinnum komið á
barnahæli og hæli fyrir ungar, ólán-
sarnar stúlkur. Ég hef aldrei séð eins
ömurlegan og tóman svip á andlitum.
Mér fannst það líkast hópvilltum ung-
um á einhverjum eyðisöndum. Það
var auðséð á þeim, að þau höfðu ekk-
ert manngildi í eigin augum. Þetta
var verðlaust fólk í sjálfs sín og ann-
arra augum.
Því hvernig metur þjóðfélagið
mennina? — Á hvaða mælikvarða mæl-
ir það gildi þeirra? — Metur það þá
ekki eftir svokölluðum verðleikum? —
Og hverjir eru svo verðleikarnir? — Er
það ekki dugnaður, framtakssemi og
ríkidæmi? — Haldið þið ekki, að
margir verði fundnir léttvægir á þessa
vog? — Eru ekki flestir menn van-
megnugir, fáráðir og framtakslausir?
— Er ekki gott til þess að vita, að til
er einn staður á jörðunni, þar sem
ekki er spurt um verðleika? — Einn
staður, þar sem til er raunverulegt
jafnrétti. —- Þið vitið allar, hvar þenn-
an stað er að finna. Það er staðurinn,
þar sem lífsrót ykkar er, sú, sem er að
finna á jörðu, það er heimilið ykkar.
— Og orsökin er sú, að það er staður-
inn, þar sem einhverjum þótti vænt
um ykkur, því að við það fær maður-
inn sitt rétta verð og sitt sanna jafn-
rétti. Slíkur staður er heimilið. Það er
dýrmætasti staðurinn á jarðríki, af því
að það er eini staðurinn, sem veitir
hin sönnu vaxtarskilyrði. — Heimilið
er ekki takmark að vísu, heldur nauð-
synlegt vaxtarskilyrði. — Flestir menn
og konur yfirgefa æskuheimili sitt,
sumir til að verða starfandi menn
þjóðfélagsisn, aðrir til að setja á stofn
ný heimili. En óbeint eru allir þegnar
ríkisins eða þjóðfélagsins. — En að
vera ríkisborgari er heldur ekkert tak-
mark. — Nei, það liggur ofar og hærra.
— Markmið manns er að öðlast þegn-
rétt og þegnskap í guðsríki.
Það sé fjarri mér að halda því fram,
að heimili sé guðsríki, en ég sagði, að
eini staðurinn á jörðunni, sem menn-
irnir öðluðust gildi sitt og jafnrétti,
væru heimili þeirra, eða sá staðurinn,
þar sem þeir væru elskaðir mest. Ég
veit vel, að móður- og föðurást er
ófullkominn kærleikur, þröngur og
eigingjarn og nær til alltof fárra, en í
honum sjáum við þó fyllst endurskin
guðlegrar clsku. Og fyrir hann getum