Heimili og skóli - 01.08.1946, Qupperneq 19

Heimili og skóli - 01.08.1946, Qupperneq 19
HEIMILI OG SKOLI <S9 við, þótt á ófullkominn hátt sé, bezt skynjað og skilið andlega hluti. Sú ást opinberar okkur þetta, sem í fljótu bragði virðist dýpsti leyndardómur, hvernig stendur á, að allir eru jafnir fyrir Guðs augliti. — Hún skýrir líka, hvers vegna faðirinn hélt dýrðlega veizlu, þegar týndi sonurinn kom heim. Hún gerir okkur skiljanlegt, hvers vegna meiri gleði er á himnum yfir einum syndara, sem bætir ráð sitt, en yfir 99 'réttlátum. Það virðist því ekki vera nein fjar- stæða að ætla, að á heimilinu, við yl föður- og móðurástar, sé auðveldara að skilja þegnskap sinn í guðsríki, heldur en úti í þjóðíélaginu, en það er sama sem að segja, að sú ást, sem við verðum aðnjótandi á heimifum okkar, ætti að vaxa og víkka og ná út til allra manna. — Þá fyrst skilur maður þýð- ingu hins þrönga hrings. — Allar tak- markanir hafa sína þýðingu. Þær eru nauðsynlegur, lögbundinn liður í vaxtar- og þroskalögmáli tilverunnar. — Heimilið er ein þessi takmörkun. — Lífsstraumurinn fellur þar í þröngum farvegi, við það verkar hinn íbúandi kraftur hans, kærleikurinn, sterkar og hraðar. — Lítil börn öðlast þar betri vaxtarskilyrði en annars staðar, en það má hins vegar ekki gleymast, að okkur er ætlað að vaxa út yfir takmörkin, út yfir hinn þrönga hring heimilisins. — Sá kraftur, sem við öðlumst fyrir tak- markanirnar, þarf að geta sprengt þær af sér. Ungu stúlkur. Ég veit að þið skiljið, hve yndislegt það er að eiga heimili, eiga þá að, sem horfa á ykkur í ljósinu, sem umber allt og breiðir yfir allt. — Þið skiljið þetta, af því að þið liafið reynt það. Ég veit, að minningin um það verður ykkur eitt bezta veganest- ið á ókomnum árum. — Samt 2,etur svo farið, að sú minning endist ekki til að veita lífi ykkar gildi. — Ekkert er sennilegra en það, að þið, hver um sig, eigið eftir að lifa þær stundir, að þið efist um, að líf ykkar hafi nokkra þýð- ingu eða tilgang, ykkur finnst það einkis vert. — Þið vinnið ef til vill störf, sem þjóðfélagið virðir að vett- ugi, og ykkur sjálfum finnst vera fá- nýt,—Æskuheimilið er ekki lengur til, því að allt er svo breytilegt hér í heimi, og „blómin fölna á einni hélu- nótt.“ — Minnist þess þá, að þið eruð, þrátt fyrir það, ekki athvarfslausar, minnist þess, að ykkar rétta heimkynni er guðsríkið, og að þar eru allir jafnir, af því að allir eru börn sama föður. Þar er ykkar sanna verð, sem aldrei getur fyrnst eða glatast, nfl. hið eilífa gildi mannssálarinnar. — Að vera bor- in til þess guðsbarnaréttar, í því felst dýrð lífsins. — Reynið að hugsa ykkur beztu stundirnar, sem þið hafið lifað, sem veikt endurskin þessarar dýrðar. — En skiljið líka, og haldið fastri þeirri hugsun, að öllum þessum rétt- indum: Móðurréttinum, heimilisrétt- inum, guðsbarnaréttinum fylgja skyld- ur, og að á milli réttinda og skyldu þarf að vera rétt samband eða hlutfall, ef vel á að fara. Að þið sýnið í lífi ykkar vilja og getu til að inna af hendi þessar skyld- ur, sem allar eru í innsta eðli sínu skyldur við Guð, af því að „frá hon- um, fyrir hann og til hans eru allir hlutir", það er mín seinasta ósk til ykk- ar á þessari skilnaðarstundu. (,,Hlín“).

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.