Heimili og skóli - 01.08.1946, Side 20

Heimili og skóli - 01.08.1946, Side 20
90 HEIMILI OG SKÓI.I Skilgetin og óskilgetin börn dáin á fyrsta ári af þúsund lifandi Óskilg. Skilg. 1926-30 51 1 64 1931-35 48 64 Það deyja m. ö. o. um 30% fleiri óskilgetin börn að tiltölu en skilgetin á 1. ári. Þessi munur er meiri en svo, að um tilviljun geti verið að ræða. Læknar og ljósmæður brýna það óspart fyrir konum að hafa börn sín á brjósti. Þetta hefur borið góðan árang- ur, en þó vantar mikið á, að vel sé. Ef. mæðrum væri það fyllilega Ijóst, hve mikla þýðingu þetta eina atriði hefur fyrir heilsu barnsins og alla framtíð þess, þá mundu þær varla hika við að leggja á sig þessa kvöð, sem er siðferði- leg skylda þeirra og ætti að vera þeim óblandin ánægja og gleði, nokkrum vikum eða mánuðum lengur en þær gera annars. Sagt er, að í umsátinni um París 1871 hafi ungbarnadauði minnkað þar um helming. Astæðan var sú, að mjólkurskortur var í borginni, svo að konur urðu — nauðugar viljugar(l) — að hafa börn sín á brjósti. Þessi saga er næsta trúleg, eins og rannsóknir síðari tíma hafa margsannað. T. d. fór fram rannsókn í þessa átt á árunum 1924— 29 í Chicago. Rannsóknin náði yfir 20 þúsund börn og var fylgzt með þeim til 9 mánaða aldurs. Sum þeirra voru alveg á brjósti, önnur höfðu bæði brjóst og pela, og loks voru nokkur, sem eingöngu höfðu pela. — Taflan sýnir, hve mörg börn dóu í Snemma beygist krókurinn. . . .

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.