Heimili og skóli - 01.10.1947, Page 5

Heimili og skóli - 01.10.1947, Page 5
HEIMILI OG SKOLI 95 undir hinar betri og göfugri hvatir barnanna, er af hinu góða. Þetta er sú heimspeki hjartans, sem vér þurfum öll að stunda og nema, þótt vér séum annars ekki neinir heimspekingar á lærdómsmannavísu.-------- — — — Við þá foreldra, sem eiga liina yngstu nemendur í skólanum og eiga eftir að senda hingað byrjendur, vil ég segja þetta: Það er að vísu gott, að börnin komi læs í skólann, en hitt er þó meira virði, að þau kunni að hlýða og lúta þeim aga, sem hér verður að ganga jafnt yfir alla .Það er meira virði, að þau kunni að beita huganum að léttum viðfangs- efnum en Joótt þau kunni að leggja saman einhverjar tölur, eða draga eina töluna frá annarri. En þetta jafn- vægi hugans, þessi íhygli og samfélags- hæfni fæst ekki nema þar, sem foreldr- arnir hafa tíma til að sinna þessum þætti uppeldisins. Ég get vel skilið, að mörg móðirin hafi lítinn tíma til að kenna barni sínu að lesa eða skrifa. En hitt er verra, ef hún hefur ekki tíma til að lifa hljóðar og kyrrlátar stundir með því við og við, opna hug þess, vekja ímyndunarafl þess og búa það undir að taka við fræðslu og leiðbein- ingum skólans. Það er illt að þurfa að verja mörgum vikum af skólatíman- um til þess að kenna barninu að sitja, hlusta og fylgjast með. Góður undir- búningur að skólanáminu er því að segja barninu sögur og ævintýr, en af slíku eigum vér óþrjótandi námu. Slíkt efni auðgar ímyndunarafl þess, kennir því að hlusta og fylgjast með því, sem sagt er, og gerir það frjórra í hugsun og andlega þroskaðra. Barn, sem kemur í skólann með opinn hug og spyrjandi, er vel búið undir skóla- námið, þótt það kunni hvorki að lesa né skrifa, þótt ekki beri að lasta slíka kunnáttu. Og foreldrar, sem hafa allt- af tíma til að tala við barn sitt, svara spurningum þess, ræða við það um áhugamál þess, búa það vel undir skól- ann, þótt lítið sé um bóklega þekk- ingu. Og það, sem meira er um vert, á slíkum heimilum myndast trúnaðar- samband milli foreldra og barna, sem gerir allan aga léttari, þegar börnin stækka, en aginn er eitthvert mesta vandamál uppeldisins og það af þeirri einföldu ástæðu, að hann ræður miklu meira um framtíðarheill barnanna en öll fræðsla samanlögð. Og foreldrar, sem eru svo hamingjusamir að halda trúnaði barna sinna í gegnum öll þró- unarskeið bernsku og æsku, geta ekki átt erfiða og óhlýðna drengi eða stúlk- ur, og sama máli gegnir einnig með kennara. Agi er að jafnaði léttur í þeim bekkjum, þar sem börnin bera virðingu fyrir kennaranum og þau treysta honurh. Þegar trúnaður og vin- átta getur skapast milli kennara og nemanda, milli foreldra og bama,

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.