Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 6
96
HEIMILI OG SKÓLI
DR. MATTHÍAS JÓNASSON:
Samvinnumöguleikar heimilis og skóla
(Niðurlag).
IJeir erfiðleikar á samvinnu heimilis
og skóla, sem nú voru nefndir, eru
háðir afstöðu eða skoðunum einstakra
manna, og þeim mun þoka af leið með
aukinni menntun og vaxandi gagn-
kvæmum skilningi foreldra og kenn-
ara. Dýpri andstaða milli beggja er
fólgin í því, að afskipti skólans af upp-
eldinu draga úr áhrifum heimilisins á
barnið. Foreldrum hættir til að líta
svo á, að uppeldið dragist um of úr
höndum þeirra, einkum ef þeim finnst
skólinn ala upp í öðru hugarfari en
þau sjálf hefðu óskað. Á sama hátt get-
ur kennara fundizt andi heimilisins
hamla skilningi barnsins á ýmsum
skoðunum, sem skólinn vill innræta
því. Af þessum sökum lenda skóli og
heimili oft í togstreitu um barnið.
verður sú barátta hörð, ef um er að
ræða viðkvæm mál frá beggja hendi.
T. d. taka fæstir foreldrar því með
jafnaðargeði, ef þeim finnst barnið
gerast reikult í hefðgrónum trúarskoð-
unum fjölskyldunnar eða hallast að
annarri stefnu í félagsmálum en faðir-
inn. En fræðslustarf skólans getur
beinlínis vakið barnið til gagnrýni á
kemur allur agi af sjálfu sér. Hitt er
aftur þyngra böl en tárum taki, þegar
foreldrar verða að játa það, að þeir
ráði ekkert við barnið sitt, löngu áður
en það er fært um að sjá um sig sjálft
og bera ábyrgð á gjörðum sínum.--------
margs konar skoðanahefð. Slíkar and-
stæður innan uppeldisins munu aldr-
ei hverfa. Þegar mjög skerst í odda um
þjóðfélagsmál, eins og nú er ástatt,
hljóta þær að verða harðar. Og þó að
öldurnar lægi á yfirborðinu, stöðvast
aldrei hinir andhverfu straumar. Þessi
togstreita er einn aflgjafinn í fram-
vindu menningarinnar. Hún er að
mínu viti réttmæt og vel fallin til að
glæða uppeldisvitund beggja aðila.
Arfgengar skoðanir verða upprenn-
andi kynslóð því aðeins til heilla, að
hún skilji þær í námi, reynslu og hugs-
anastarfi út frá eigin sj'ónarmiði.
Þannig öðlast hún sannfæringarafl til
að brjóta skoðunum feðranna braut —
eða berjast gegn þeim fyrir nýjum
hugsjónum. Þar sem enginn skoðana-
raunur er, er heldur ekkert skoðana-
frelsi, en þroskamöguleikarnir veslast
upp í svefndrunga vanans eða ör-
magnast undir hnútasvipu skoðana-
kúgunarinnar. Einmitt með því að
gefa æskunni tóm til gagnrýni og
íhygli, þroskast dómgreind hennar og
skilningur, unz hún verður fær um að
mynda sér rökstudda skoðun. Á þenn-
an hátt getur ágreiningur heimilis og
skóla oft orðið barninu til aukins
þroska, ef skilnings og virðingar er
gætt á báða bóga. Skilyrði fyrir sam-
vinnu er ekki fullkomleiki beggja,
heldur einlægur vilji hvors um sig að
læra af hinu og verða því sem bezt
samtaka.