Heimili og skóli - 01.10.1947, Síða 8

Heimili og skóli - 01.10.1947, Síða 8
98 HEIMILI OG SKOLI frábærar gáfur, óaðfinnanleg hegðun. Það væri sorgleg staðreynd. ef kennar- inn hefði síður tök á því að gefa for- eldrum ráð og leiðbeiningar um upp- eldi bráðgáfaðra barna en heimskra! Og til þess að ná þeim hæsta þroska, sem því er eðlilegur, þarf vel gefið bam slíkra leiðbeininga engu síður við en hitt, sem miður er gefið. Mark- ið væri of lágt sett, ef skólinn léti sér nægja, að barnið kæmist vandræðalít- ið gegnum námið. Sílkt væri hróplegt ranglæti gagnvart bezt gefnu börnun- um. Og sannleikurinn er sá, að á því er ægilegur munur, hvað við gerum úr barninu og hvað úr því hefði getað orðið við hagkvæmari uppeldisskil- yrði. Þó að barnið sé miklum gáfum gætt, geta komið fram ýmsir erfiðleik- ar í uppeldi þess, jafnvel þeir, sem beinlínis má rekja til skólans, t. d. að námið veiti gáfaða barninu alls ekki nægileg viðfangsefni, vegna þess að það verður að fylgjast með miklu tor- næmari börnum. Allir vita, hve hættu- legt slíkt getur orðið þroska barnsins. En foreldrarnir hafa ekki alltaf tök á að dæma um yfirburði barnsins í skól- anum, svo að þau veita athafnaleysi þess oft ekki athygli, fyrr en svo mikil brögð eru orðin að, að of seint er að ráða bætur á. Þannig getur hlédrægni kennarans beinlínis orðið barninu til tjóns. Og hið þrönga starfssvið, sem hann markar sér, dregur úr vinnugleði hans. Hver sá kennari, sem ekki skoðar sjálfan sig sem kennsluvél, hlýtur að keppa að því, að uppeldisáhrif hans nái út fyrir veggi kennslustofunnar. Hann verður að eiga svo öruggt sjálfs- traust, að hann þori að koma fram sem eins konar veraldlegur sálusorgari. Þá mun hann finna leið að hjarta foreldra og möguleika til samvinnu við þá. Því að allur þorri foreldra vill efla þroska barna sinna sem bezt. Fullkominn í starfi er sá kennari einn, sem lætur sér jafn annt um að veita bömunum öll hugsanleg þroskaskilyrði, innan skóla og utan, eins og þau væru hans eigin börn. Til er líka önnur ástæða, sem knýja ætti hvern samvizkusaman kennara til að leita samvinnu við foreldrana: hann getur lært svo fjölmargt af þeim. Yfir- leitt er uppeldisstarf foreldra miklu margbreytilegra og frjórra en kennar- ans, svo framarlega sem hann einskorð- ar starf sitt við skólann. Þegar honum hættir til að stirðna og verða þröng- sýnn í uppeldisstarfi sínu, þá á hann einmitt að auðga uppeldisgáfu sína í kynningu af hinu fjölbreytta uppeld- isstarfi heimilsins. Og eitt er víst: hver sá, sem vill leiðbeina móður um upp- eldi, verður að hafa lært það af móður. Auðvitað geng ég þess ekki dulinn, að slík samvinna getur bakað kennur- unum ærna fyrirhöfn, einkum meðan hún er að komast í fastar skorður og vinna sér hefð. Engu að síður er ég þeirrar skoðunar, að þetta sé takmark- ið, sem stefna eigi að, og að fræðslumál okkar geti þá fyrst talizt í góðu lagi, er því er náð. Og sú sannfæring mín, að þá verði starf kennarans frjórra og veiti honum sannari gleði en ella. II Samvinnumöguleikar heimilis og skóla eru ekki síður fjölþættir en ágreiningsatriðin. Við sáum, að mis- klíðarefnin byggjast oft á misskilningi, sem aukin uppeldismenntun beggja

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.