Heimili og skóli - 01.10.1947, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.10.1947, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI 99 aðila gæti rýmt úr vegi. En samstarfs- möguleikarnir eru hugsjónir, sem enn eru aðeins að litlu leyti raunhæfðar. En þá fyrst er vel séð fyrir uppeldi bernsku og æsku, er þessir möguleikar eru hagpýttir út í yztu æsar. Hér er ekki rúm til að greina öll þau tækifæri, sem skóli og heimili hafa til samstarfs í uppeldinu. Eg læt mér því nægja að athuga nánar þrjú mikilvæg atriði uppeldisstarfsins, sem sýna ótví- ræða nauðsyn samvinnunnar. a) Menngjafinn verður ávallt að gaumgæfa þroskavænlegustu hneigðir barnsins og veita þeim hæfileg við- fangsefni. b) Heimili og skóli eiga í samein- ingu að leiðbeina barninu um stöðu- vah c) í starfi sínu eiga þau að safna, og miðla hvort öðru, hagnýtri uppeldis- reynslu. Við skulum nú hugleiða þessi atriði, hvert á fætur öðru. a) Tvímælalaust er það eitt mikilvæg- asta viðfangsefni menntgjafans að skilja og næra þroskavænlegustu hneigðir barnsins. En til þess að verða djúpra hneigða var, þarf menntgjaf- inn að athuga barnið gaumgæfilega í daglegri framkomu þess, leikjum og störfum. Og með því að samvistir kennara og barns eru tiltölulega stutt- ar, en framkoma barnsins í skólanum að miklu leyti ásetningsbundin og því einhliða, er aðstoð foreldranna nauð- synleg. Aðstaða þeirra er í þessu efni miklu betri en kennarans. Þau kynnast barninu frá fæðingu, í leikjum og störfum, í gleði og hryggð. Þau sjá hneigðir þess vakna; sumar festast og eflast, aðrar dofna og hverfa. Barnið sýnir foreldrum sínum venjulega meiri einlægni en kennaranum, og birtist innræti þess því betur gagnvart þeim en honum. Oft geta þau að vísu ekki gert sér grein fyrir eðlisbundnum hneigðum barnsins, af því að þau skortir æfingu til að lesa þær út úr fjölþættu sálarlífi þess. Einmitt hér á sérþekking og leikni kennarans að koma foreldrum að liði. Þau geta skýrt honum nákvæmlega frá háttalagi barnsins, lýst eftirlætisathöfnum þess bæði í leik og starfi. Kennarinn ber það svo saman við kynningu sína af barninu, og hafi hann öðlazt staðgóða þekkingu í sálfræði, eins og krefjast verður af kennara, þá getur liann með fullri vissu greint höfuðhneigðirnar í eðli barnsins. Séu þær fundnar, verða foreldrar og kennari sameiginlega að gefa þeim gaum, bæði til að glæða þær og beina þeim að réttum viðfangsefn- um, en einnig til að vega hæfilega á móti þeim, ef þær verða of einhliða og virðast hamla jafnvægi í þróun barns- ins. Það er tvennt ólíkt að o;aumgæfa hneigðirnar réttilega eða dekra við þær. Dekur sýkir hneigðina og lamar, en eflir ekki. En heilbrigð hneigð er nógu sterk til að brjótast framíathöfn um barnsins, ef hún aðeins finnur hæfileg viðfangsefni. í þessu efni þurfa foreldrar og kennarar á nær- gætni að halda, því að réttilega nærð hneigð er líftaug þroskans. I slíku samstarfi geta árekstrar naumast komið til greina. Foreldrar og kennari skilja, að barnið er sameig- inlegt viðfangsefni þeirra, með hneigð- um sínum, hæfileikum og takmörkum. Ef foreldrarnir eiga næman skilning á hneigðum barnsins, munu þau koma

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.