Heimili og skóli - 01.10.1947, Page 14

Heimili og skóli - 01.10.1947, Page 14
104 HEIMILI OG SKÓLI og ragn, heldur með alls konar mannalátum öðrum. Fyrir nokkrum dögum var lítill 7 ára drengur á leið í skólann ásamt félögum sín- um. „Ég ætla að ganga í stúku," sagði hann. „Svo ætla ég að kaupa mér brennivin og drekka mig fullan, alveg blindfullan!" Vafa- laust hafa félagar hans litið upp til þessa of- urhuga, enda hefur það án efa verið tilgang- >>r hans. En eru annars ekkisumbörnalinupp við fullmikil stóryrði? Er ekki agaleysi það, sem ríkir í mörgum heimilum, bein afleiðing af of mikilli notkun þessara kjarnyrða? Hvernig stendur á því, að mæður hafa misst svo tökin á 7—10 ára drengjum, að þær „ráða ekkert við þá“, eins og þær komast sjálfar að 'orðið? Til þess geta án efa legið margar or- sr.kir, en ein þeirra er tvímælalaust sú, að hótanir, sem ekki voru framkvæmdar og stór- yiði, sem notuð voru í tíma og ótíma, hafa ruglað svo dómgreind barnsins, að það gafst upp við að reyna að gera sér grein fyrir, hvað rétt var og rangt, og fylltist svo þeirri þrjózku og uppreisnaranda, af óverðskulduðum ávít- um, sem heimilið réði að lokum ekki við. Svo hættuleg sem stóryrðin eru á hinum opinbera vettvangi, eru þau þó hvergi hættulegri en í barnauppeldi. Það á að vera eitt af hinum sameiginlegu verkefnum heimila og skóla að vinna á móti stóryrðunum. Þau eru undir flestum kringumstæðum ómenningarvottur og eiga sjaldan rétt á sér. ÓTRÚLEGT. Kona nokkur, sem kveðst mjög sjaldan fara í kvikmyndahús, spyr, hvort leyfilegt sé, að börn innan við fermingu sæki kvöldsýningar kvikmyndahúsanna. Segist hún tvívegis hafa séð nokkuð af börnum innan við fermingar- aldur á slíkum sýningum á þessu hausti. Lög- reglusamþykktin mun banna, að börn sæki slíkar samkomur, nema í fylgd með aðstand- endum sínum. En þegar þess er gætt, að slik- um sýningum er aldrei lokið fyrr en kl. 10.30 —11 síðdegis, virðast þessar sýningar ekki henta börnum á skólaaldri, sem þurfa að vakna snemma að morgni, og er næsta ótrú- legt, að nokkrir foreldrar skuli leyfa slikt. Þót frásögn konu þessarar sé rétt, vona ég, að hér sé um einhverja tilviljun og nálega eins dæmi að ræða. Að sitja á kvöldsýningum kvikmyndahúsa langt fram yfir eðlilegan háttatíma skólabarna, er ekki góður undir- búnirigur til næsta dags. Og öllum foreldr- um vil ég eindregið ráða frá því að leyfa börnum sínum að sækja slíkar skemmtanir, jafnvel þótt um góðar eða sæmilegar myndir sé að ræða. VINNUGLEÐI. „Sá, sem vinnur nauðugur, vinnur illa,“ segir Ágústínus kirkjufaðir einhvers staðar og rnun það sannmæli. „Viljinn dregur hálft hlass,“ segir annað spakmæli, en viljinn og vinnugleðin eru skyld. Hvergi er vinnugleðin eins hrein og hjá börnunum, áður en full- orðna fólkið fer að „skipuleggja" líf þeirra. En skipulagning á störfum bamanna hefst fyrst fyrir alvöru með skólagöngu þeirra. Og það er harmasaga, sem ekki þýðir að mæla í móti, að jrá hefur hin ósvikna vinnugleði barnsins lifað sitt fegursta. Ekki svo að skilja, að börnin lifi ekki margar ánægjulegar stund- ir í skólanum, eða leysi störf sín þar oft af áhuga, en þó meir af skyldurækni. Það er einn þáttur uppeldislistarinnar að skapa vinnugleði í skólum og heimilum, og þó að margur nemandinn geti bæði þroskast og vaxið að þekkingu á námi, sem honum er ekki að skapi, er hitt þó tvímælalaust, að það starf hefur mest uppeldisgildi og kemur að mestum notum, hvort sem það er nú bóklegt nám eða eitthvað annað, sem unnið er með glöðum huga og vakandi .Allt, sem skapar vinnugleði i skólunum, er því lyftistöng und- ir góðan námsárangur og góðan skólaanda. Það er því einn af hinum mörgu kostum góðs kennara að vera fundvís á það, sem varpar birtu og gleði inn í starfið, sem annars verður grátt, hversdagslegt og leiðinlegt. Því verða kennarar ætíð að vera glaðir. Kenn- ari má aldrei vera í illu skapi, aldrei reiðast og aldrei vera súr á svip. Eitt bros eða gam- anyrði verka oft eins og sólargeisli á rigning- ardegi. Eitt hrósyrði er máttugra til að skapa vinnugleði en tíu aðfinnslur. Bekkur eða skóli, sem býr yfir vinnugleði, er góður bekk- ur eða góður skóli, og kennari, sem hefur hæfileika til að skapa vinnugleði, er vafalítið góður kennari. Vinnuharkan í skólunum má aldrei verða svo mikil, að gleðinni sé ekki ætlaður einhver tími, svo að námið verði

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.