Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 15

Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 15
HEIMILI OG SKÓLI 105 Það, sem koma skal. aldrei að þrældómi. Saklaus gleði í starfinu skapar frjálsmannlega nemendur og vinnu- fúsa. ÞURFUM VIÐ EKKI EINNIG AÐ SPARA. „Folkeskolen“, blað kennarasambandsins danska, skýrir frá því, að ýmsir erfiðleikar steðji nú að skólunum dönsku. Alls staðar er vöntun á stíla- og reikningsbókum. Vegna prentaraverkfallsins er nú einnig hin mesta vöntun á kennslubókum. Það vantar húsrými og það vantar kennara. í ICaupmannahöfn eru drengirnir látnir fara í sund í smiðatím- unum, vegna þess að ekkert efni er til að vinna úr. í teiknitímum er teiknað báðum megin á hvert blað, og litblýantar eru ófáan- legir. Eitt blaðið skýrir frá, að veitingamaður með gagnfræðaprófi hafi verið gerður að kennara, af því að enginn annar fékkst. Nú er hafin söfnun á notuðum pappír um allt landið, til að vinna úr nýjan pappír, og gangast barnaskólarnir einkum fyrir þessari söfnun. Börnin fá 7—8 aura fyrir kilógramm- ið af þessum notaða pappír. Myndi ekki ís- lenzkum börnum þykja það rýrar tekjur nú á tímum? íslendinga hefur ekki skort pappír, frekar en annað, undanfarin ár, og hefur ríkt þar hið mesta óhóf og bruðl. Skólabörn hafa án efa fylgzt þar með tízkunni. Væri nú ekki ástæða til, að skólarnir beittu sér fyrir meiri sparnaði á þessu sviði en áður hefur átt sér stað? Það hefði í fyrsta lagi uppeldislega þýð- ingu fyrir börnin og gæti auk þess sparað nokkra upphæð af hinum dýrmæta, erlenda gjaldeyri. Eli ÞETTA ÞAÐ, SEM KOMA SKAL? Veðurstofan íslenzka er mikilvæg og merki- leg stofnun, sem vinnur ómetanlegt starf, en hún hefur þó komið mér í illt skap undan- farið með veðurfregnum sínum. Ekki þó sjálf- um fregnunum, heldur hvernig þær eru flutt- at og á hvaða máli þær eru fluttar. Hér eru nokkur sýnishorn: Hidi 2 stig, Dálídil alda. Þogusúld. Reygjavig. Agureyri. Hornbjargs- vidi. Kílómedrar. Pabey. Djúbivogur. Þetta verður að teljast mál, sem mikill þorri þjóð- arinnar vill ekki heyra né nota, og ætti því útvarpið ekki að verða til þess að greiða fyrir útbreiðslu þess. Mættum vér ekki biðja um annan þul í veðurstofuna?

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.