Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 16
106
HEIMILI OG SKÖLl
ÓLAFUR GUNNARSSON:
Skólamál Kaupmannahafnar
Höfundur þessarar greinar, Ólafur Gunn-
arsson frá Vík í Lóni, er ungur kennari. —
Hann lauk prófi frá Kennaraskóla íslands
fyrir nokkrum árum, en sigldi þá fljótlega til
Danmerkur til framhaldsnáms, og er nú
kennari við Katrinedalskólann í Kaupmanna-
höfn. Ritstj. Heimilis og skóla hitti Ólaf að
máli, er hann var á ferð hér sl. sumar og bað
hann að segja lesendum ritsins eitthvað frá
skólamálum í Danmörku. Hér birtist nú
fyrsta grein hans. Heimilisfang Ólafs í Kaup-
mannahöfn er Ferskenvej 1, Köbenhavn F.
Er ég færi mér í fang að skrifa um
skólamál Kaupmannahafnar, er mér
innanbrjósts áþekkt ferðamanni, sem
er að leggja upp í könnunarferð að
vetrarlagi í tvísýnu veðri og á lítt varð-
aða fjallvegi framundan. Hann veit,
að einn aðalvegur liggur framundan,
en auk hans eru ótal hliðargötur, bæði
þröngar og bugðóttar, og eigi hann
ekki að koma heim jafn fáfróður og
hann lagði af stað, verður hann að
skyggnast inn í hliðargöturnar.
Skólakerfi Kaupmannahafnar líkist
slíkum fjallvegi. Aðalvegurinn er hinn
almenni barnaskóli, en fjöldi sérskóla
og sérbekkja minna á bugðóttu og
vandrötuðu hliðargöturnar.
í hina opinberu skóla Kaupmanna-
hafnar gengu árið 1943 60.000 nem-
endur, aðeins 3800 gengu í einkaskóla.
Af opinberu skólunum voru 4 ríkis-
skólar og 70 bæjarskólar.
í Kaupmannahöfn, eins og annars
staðar í Danmörku, eru börn skóla-
skyld frá 7—14 ára aldurs. Oft koma
börn þó í skóla 6 ára, en aldrei yngri.
Hinn sameiginlegi barnaskóli er að-
eins 5 bekkir, börnin koma í fyrsta
bekk 6 til 7 ára gömul o°r útskrifast úr
5. bekk 11 til 12 ára gömul. í þessum
bekkjum var börnunum lengi vel
skipt eftir kynjum, en nú er búið að
afnema þá skiptingu og ganga nú
drengir og stúlkur í sömu bekkina. I
barnaskólanum er börnunum ekki
skipt eftir hæfileikum, nema hvað hin
allra tornæmustu eru setf í sérbekki og
hin allra óþægustu í athugunarbekki.
(Sjá síðar).
I þessum 5 bekkjum er aðaláherzlan
að sjálfsögðu lögð á móðurmáls-
kennslu og reikning, en þar að auki
læra börnin kristin fræði og leikfimi í
öllum bekkjunum og í 3.-5. bekk sögu,
landafræði, náttúrufræði og teiknun.
Sögukennsla hefst í öðrum bekk.
Upp úr 5. bekk hefst aðgreining