Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 18

Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 18
108 HEIMILI OG SKÓLl tökupróf prófskólans, auk þeirra, sem foreldrar og kennarar hafa forðað frá falli við að láta þau ekki ganga undir inntökupróf. Eins og að líkindum læt- ur, er misjafn sauður í mörgu fé í þess- um bekkjum, og það er ekki alveg út í bláinn ,að sumir kennarar kalla þessa deild miðskólans ( Den intelligensfri Mellem), þ. e. greindarlausa miðskól- ann. Á pappírnum er námsgreinafjöld- inn að mestu eins og í prófskólanum, stærðfræði er þó ekki kennd og mála- kennslan er mjög takmörkuð. En í raun og veru eru kröfurnar mjög væg- ar, lítillar eða engrar heimavinnu krafizt, enda er obbinn af þessum börnum varla fær um að vinna sjálf- stætt. Vanþekking nemenda þessa skóla er alkunn, er það hvorki kennur- um né kennslufyrirkomulagiaðkenna, heldur hæfileikaskorti barnanna. Við og við slæðast þó vel gefin börn í þessa bekki, þeim er til allrar ham- ingju uppreisnarvon, þau geta úr öðr- um bekk próflausa skólans tekið inn- tökupróf í almenna undirbúningsskól- ann, og taki þau almennt undirbún- ingspróf, bafa þau fengið svipaða menntun og gagnfræðingar. Að al- mennu undirbúningsprófi loknu, geta unglingarnir fengið ókeypis kennslu á stúdentanámskeiði ríkisins eða böf- uðstaðarins. Agnúinn við próflausa miðskólann er sá, að í hann lenda þau börn, sem eru verst að sér á öllum sviðum, ekki aðeins hvað greind og þekkingu snert- ir, heldur einnig lregðun. Á þann hátt myndast innan skólans skrílbekkir, sem eru uggvænlegir þeim kennurum, sem vérða að kenna í þeim. Ef meiri hluti barnanna í slíkum bekk kemur frá fátækum, þekkingarsnauðum og ó- þrifalegum heimilum, er ekki að undra, þótt bekkjarbragurinn verði menningarsnauður. Ýmsir danskir skólamenn, m. a. skólastjóri kennaraháskólans G. J. Ar- vin, balda því fram, að skólinn sé með- sekur í myndun barnaskrílsins með skiptingunni, sem á sér stað upp úr 5. bekk. Málið er vandasamt og auðvelt að færa fræðileg rök með og móti skiptingunni. Ég hef lengst af kennt við prófskólann, en er þó nægilega kunnur þeim próflausa til þess að óska, að slíkt samansafn, eins og léleg- ustu bekkirnir eru, fylli aldrei íslenzka kennslustofu. Manni getur orðið á að lokinni kennslustund í þessum skóla, að efast um framtíð mannkynsins, Því miður hafa íslenzkir alþingismenn látið blekkjast til að samþykkja ný fræðslulög, þar sem áþekk skipting er ákveðin og sú, sem þekkist í Höfn, nema hvað barnaskólinn verður óskiptur á íslandi til 13 ára aldurs. Kennarar, sem kenna námsgreinar, er krefjast sérstaks undirbúnings, við miðskólann, fá stundafjöldann lækk- aðan þannig, að 3 stundir í dönsku, ensku, þýzku, stærðfræði og matreiðslu gilda sem 4 stundir, og 4 stundir í sögu, landafræði, náttúrufræði, kristn- um fræðum og eðlisfræði jafngilda 5 venjulegum kennslustundum í barna- skólanum. í næstu grein segi ég frá sérbekkjum og sérskólum. Foreldrar og kennarar! Gjörið svo vel og sendið Heimili og skóla sannar gamansögur og skrýtlur um börn og tilsvör þeirra. Ritstj.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.