Heimili og skóli - 01.10.1947, Page 20
1 í 0
HEIMILI OG SKÓLI
EIRÍKUR SIGURÐSSON:
Norrænt kennaranámskeið í Askov
Ég átti því láni að fagna í sumar, að
geta farið til Norðurlanda og kynnt
mér þar lítillega skóla- og uppeldis-
mál. Lengst dvaldi ég í Danmörku og-
tók þátt í norrænu kennaranámskeiði
á lýðháskólanum í Askov. Námskeið
þetta stóð yfir júlímánuð og jafnframt
starfaði þar þriggja mánaða kennara-
námskeið, og voru um 40 kennarar á
hvoru námskeiði frá öllum Norður-
löndunum.
Fyrir 21 ári var ég við nám í Askov,
og var mér því nokkur forvitni á,
hvernig mér kæmi skólinn nú á ný fyr-
ir sjónir. Um það skal þó ekki rætt
hér, heldur hitt, hvaða hugsanir þetta
námskeið vakti einkum hjá mér um
íslenzka skóla og uppeldismál.
Þarna voru fyrirlestrar og samtals-
eru efst á baugi. Kennarar skólans eru
tímar um flest þau málefni, sem nú
flestir hámenntaðir menn, hver í sinni
grein. Þarna voru fluttir fyrirlestrar
um bókmenntir, hagfræði, náttúru-
fræði, nútíma stjórnmál, skóla- og upp-
eldismál. Uppeldismálin hafði hinn
góðkunni Íslandsvinur Dr. Holger
Kjær. Bar margt merkilegt á góma í
þeim kennslustundum. Bókasafnið í
Askov er með ágætum, bæði að vöxt-
um Og gæðum, og er þar opinn vistleg-
ur lestrarsalur allan daginn.
Danskir lýðháskólar eru kunnir fyr-
ir hin trúarlegu og þjóðlegu áhrif, sem
þeir hafa haft á danska æsku. Þessi
áhrif þeirra munu hafa átt drjúgan
þátt í mótspyrnu þjóðarinanr gegn er-
lendri kúgun á hemámsárunum. Og
nú að stríðinu loknu eru tungan og
ættjörðin þjóðinni kærari en nokkru
sinni áður. Minningarsteinar eru reist-
ir um beztu syni og dætur þjóðarinn-
ar, svo að sagan tali sínu máli til veg-
farandans. Hver, sem kemur í Skipa-
lund, rétt hjá Askov, gleymir ekki
þeim stað. Þar er fjöldi minningar-
steina um þá menn, sem mest hafa
unnið fyrir þjóðernismál Dana í Suð-
ur-Jótlandi. En nú er skipun mála í
Suður-Slésvík eitthvert mesta vanda-
mál Danmerkur, og hefur nú valdið
stjórnarskiptum í landinu.
A dönskum lýðháskólum er mikið
sungið af ættjarðarljóðum og gömlum
þjóðvísum. Þjóðdasnar eru æfðir viss
kvöld í viku og gamlir þjóðbúningar í
heiðri hafðir. Lýðháskólarnir eru