Heimili og skóli - 01.02.1949, Page 5

Heimili og skóli - 01.02.1949, Page 5
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 8. árgangur Janúar—Febrúar 1. hefti Þann 22. marz n. k. verður Hannes J. Magnússon, skólastjóri, fimmtugur. Mér þykir hlýða, að „Heimili og skóli“ minnist ritstjóra síns á þessum merku tímamótum í ævi hans. Hannes J. Magnússon er fæddur að Torfmýri í Skagafirði 22. marz 1899. Foreldrar hans voru hjónin Jakobína Gísladóttir og Magnús Hannesson. Þar ólst Hannes upp við venjuleg sveitastörf undir rótum fjallsins fagra, Glóðafeykis. Snemma bar á því, að hann var námfús og hneigður fyrir andleg störf. En það var ekki auðvelt fyrir fátæka bændasyni að brjótast til mennta á þeim árum. Þó tókst Hannesi að kom- ast í alþýðuskólann á Eiðum haustið 1919. Hann var því í hópi fyrstu nem- enda skólans. í Eiðaskóla dvaldi hann við nám í tvo vetur, frá 1919—21. Tvennt er óhætt að fullyrða um Eiðaskóla á þessum árum. Hann fékk óvenjulega góða og námfúsa nemend- ur, sem komu þangað af þrá til að læra, enda voru þá færri skólar en nú er, og enginn skyldaður í framhalds- skóla. Þá átti skólinn óvenjulega góð- um kennurum á að skipa, sem höfðu mótandi og hvetjandi áhrif á nemend- ur sína. Asmundur Guðmundsson, prófessor, var þar þá skólastjóri, en Benedikt Blöndal, fiú Sigrún Blön- dal og Guðgeir Jóhannsson kennarar.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.