Heimili og skóli - 01.02.1949, Side 7
HEIMILI OG SKÓLI
3
skólunum. Annars verður í þessu
greinarkorni lítið farið inn á skoðanir
Hannesar í uppeldismálum, en vísast
í því efni til hinna mörgu greina, sem
hann hefur ritað í þetta tímarit.
Þó skal drepið á eitt í þessu sam-
bandi, sem lýsir manninum vel. Ég
hygg, að uppáhaldsnámsgrein Hannes-
ar sé kristin fræði. Hann er sjálfur
trúhneigður og telur réttilega, að ef
þeim þætti sálarlífsins sé ekki gaumur
gefinn, vanti einhvern mikilvægasta
þáttinn í uppeldið. En frjálslyndur og
fordómalaus er hann í trúarefnum.
Hann hefur ekki aðeins haldið við
morgunbænum þeim, sem Snorri
Sigfússon liafði tekið upp í Barna-
skóla Akureyrar á hverjum mánu-
dagsmorgni fyrir eldri börnin, heldur
hefur hann aukið þær svo, að þær nái
einnig til hinna yngri barnanna. Er
það í fyllsta samræmi við skoðanir
Jians.
Þess var áðan getið, að Hannes hafi
lagt mörgum góðum málum lið. Af
félagsmálum vil ég fyrst nefna Góð-
templararegluna.
Hann er mjög einlægur bindindis-
maður og hefur unnið mikið fyrir
bindindismálið bæði með félagsstörf-
um og fjölda greina, sem hann hefur
ritað um það. Það ræður því af líkum,
að á hann hafa hlaðizt mörg trúnaðar-
störf í Reglunni. Hann hefur verið
í framkvæmdanefnd Umdæmisstúkn
Norðurlands síðan hann kom til
Akureyrar. Og í 7 undanfarin ár hef-
ur hann verið Stórgæzlumaður ung-
lingastarfs í Stórstúku íslands. Farn-
aðist Unglingareglunni vel undir
stjórn hans. Sjálfur hefur hann verið
gæzlumaður í barnastúku alla sína
kennaratíð, fyrst í Fáskrúðsfirði og
svo hér á Akureyri. Hefur honum
fundizt, að börnin mættu ekki fara á
mis við þau siðgæðisáhrif, sem góð
barnastúka hefur.
Annars eru afskipti Hannesar af
Reglunni á Fáskrúðsfirði gott dæmi
um áhrif hans fyrir Regluna og bind-
indismálið. Á þeim 6 árum, er hann
dvaldi þar, stofnaði hann þar bæði
barnastúku og undirstúku, en áður
var þar enginn bindindisfélagsskapur.
Reglan byggði sér samkomuhús á þess-
um árum, og barnastúkan kom sér
upp góðu bókasafni, er hún gaf barna-
skólanum við brottför Hannesar. Allt
þetta starf féll niður skömmu eftir,
að Hannes fór þaðan.
Það hefur verið drepið á, hve far-
sæll æskulýðsleiðtogi Hannes hefur
verið í skólanum og Reglunni. En
hann þráði einnig að ná til fleiri
barna með hinu ritaða orði og boða
þeim það, sem gott var og fagurt.
Árið 1932 stofnaði hann barna-
blaðið „Vorið“. Komu út af því fjórir
árgangar til ársloka 1935. Útgáfan
féll þá niður um sinn. En 1939 hóf
hann útgáfu blaðsins á ný ásamt
þeim, er þessar línur ritar, og hafa nú
komið út af blaðinu fjórtán árgangar.
Ekki skal hér lagður neinn dómur á
þetta sameiginlega verk okkar Hann-
esar, en benda má á það, að vinsældir
blaðsins og kaupendafjöldi hafa stöð-
ugt farið vaxandi. Og betri samstarfs-
mann í því efni get ég vart hugsað
mér.
En auk þess, sem Hannes hefur rit-
að af barnasögum í „Vorið“, hefur
hann þýtt allmargar barnabækur. Og
síðast en ekki sízt skal hér minnzt