Heimili og skóli - 01.02.1949, Qupperneq 11
HEIMILI OG SKÓLI
7
Skólabörn í Húsavík við gróðursetningv.
saka, tókst félaginu ekki að fá girðing-
arefni fyrr en á síðastliðinu vori, og þá
af skornum skammti. Brá samt félagið
tafarlaust við og kom sér upp girðingu
úr því litla efni, sem til náðist. Girð-
ingin er hringgirðing, ca. 2 km að
lengd, og er við svonefnt Botnsvatn,
sem er skammt sunnan og ofan við
kauptúnið. Skapaðist þá aðstaða til
skógræktar, utan kauptúnsins, í fyrsta
sinni í sögu þess. — Skógræktarfélagið
var svo vinsamlegt að veita barnaskól-
anum strax svigrúm til starfa í hinum
nýfriðaða reit sínum, og láta honum
jafnframt í té nokkur hundruð plönt-
ur til gróðursetningar. Með tilliti til
þessa vinarbragðs skógræktarfélagsins,
sem alltaf hafði sýnt þessum málum
mikinn skilning, og jafnframt með
samþykkt uppeldismálaþingsins í
huga, var ákveðið að barnaskólinn
hæfist handa við hentugt tækifæri.
Miðvikudagurinn 16. júm varð fyr-
ir valinu. Veður var stillt og bjart, en
svalt, eins og oftast á síðastliðnu vori.
Klukkan 14 hittust þrír kennarar og
öll fullnaðarprófsbörnin, sem til náð-
ist, á ákveðnum stað í þorpinu. Allir
voru búnir eins og í gönguför, höfðu
nestisbita, og báru margir rekur. Þeg-
ar fullvíst þótti, að allir væru komnir,
var stigið upp í bifreið, sem flutti hóp-
inn meiri hluta leiðarinnar. í bifreið-
inni var glatt á hjalla, sungið og spaug-
að. Er komið var á áfangastað, við hið
fagra og friðsæla Botnsvatn, var skýrt
nákvæmlega fyrir börnunum, hvernig
vinna ætti verkið og jafnframt rætt um
skógræktarmálin yfirleitt með nokkr-
um orðum. Að því loknu var hafizt
handa, og var auðsætt, að börnin
höfðu yndi af starfinu. Má segja, að
tæpast hafi verið litið upp frá verkinu,
fyrr en búið var að gróðursetja fimm