Heimili og skóli - 01.02.1949, Side 13

Heimili og skóli - 01.02.1949, Side 13
HEIMILI OG SKÓLI 9 JAN LIGHTHART: Hræðslan og börnin ★ Jan Lighthart — f. 1859 — var hollenzkur uppeldisfræðingur, kennari og skólastjóri í Haag. Hann varð víðkunnur og frægur fyrir skólastarf sitt, er að mörgu leyti var frábrugðið því, sem þá tíðkaðist og enn er um skólaform og kennsluhætti. Fjöldi kennara frá löndum víðs vegar um heim lagði leið sína í skóla hans til þess að kynnast starfsháttum þar og hlýða á kennslu J. L. Mjög var rómað starf hans og til fyrir- myndar tekið. En talið er, að engum muni hafa auðnazt að beita kennsluaðferðum hans til áhrifa á nemendurna og námsár- angurs svo sem honum tókst. Minnir það á þann sígilda sannleika, að meira er vert um manninn í skólastofunni en starfsháttu hans, hversu góðir sem þeir eru. Eins og flestir foreldrar gera, létum við hjónin börnin okkar sofna í myrkri meðan þau voru ung. Við reyndum og með ýmissu öðru móti að koma í veg fyrir hræðslu og hugleysi hjá börnum okkar. Þeim voru aldrei sagðar hroða-sögur eða annað heimskuþvaður, sem veldur hræðslu og kvíða. Okkur þótti sem þá mundi ekki bregðast, að börnin yndu sér jafn- vel í myrkri sem Ijósi og leystust frá öllum óþörfum ótta. Þessari meginreglu fylgdum við, en eins og oft vill verða, varð árangurinn ekki svo góður sem við var búizt. Á vissu þroskaskeiði kom í Ijós hræðsla við bæði óveður og myrkur. Til þriggja, fjögurra og fimm ára aldurs voru börnin róleg, þó að þrum- ur gengju og eldingar, og létu þau það ekki trufla leik sinn. Þau voru í óvita- hætti sínum jafnóhrædd og ég, sem hafði þurft að venja af mér hræðsluna. En þegar þau náðu hærri aldri, kom óttinn yfir þau. Þau höfðu ótta af ein- hverjum ógurlegum máttarvöldum og urðu þögul og kvíðin. Þau voru ekki hrædd við, að neitt mundi henda þau, en þau vorvi gripin af þessum hikandi ótta, sem lýsir sér í sjálfu hikinu. Það var þeim mikill léttir, þegar þrumu- veðrinu slotaði. Lengi gekk vel að þau sofnuðu í myrkri. En svo bar eitthvað við, eitt- hvað, sem skyndilega vakti óttann í öruggri barnssálinni. Eg minnist í þessu sambandi eins drengsins okkar. Hann sofnaði ávallt í myrkrinu, þar til hann komst á 4. árið. Mamma hans hlúði jafnan að honum og kyssti hann áður en hún fór frá honum. Þá sofnaði hann rólegur. En kvöld eitt, þegar hann var á 4. árinu, hrukkum við upp úr svefni við angist- aróp hans. Mamma hans þaut inn í barnaherbergið og róaði hann. Þegar hún kom inn, stóð hann há- grátandi í rúminu. Hvað hafði komið fyrir? Sennilega hafði hann vaknað við

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.