Heimili og skóli - 01.02.1949, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.02.1949, Blaðsíða 14
10 HEIMILI OG SKÓLI vondan draum. Og draumurinn dró á eftir sér þann dilk, að drengurinn þorði ekki að sofna án návistar mömmu sinnar lengi eftir þetta. Hún varð að sitja hjá honum til þess að reka drauminn á burtf!) Oft bað hann hana að opna gluggann, svo að draumurinn gæti farið út. Það var auðskilið á öllu, að hann hugsaði sér drauminn líðandi um herbergið, eins og eitthvað sjálf- stætt eða verulegt. „Góða mamma, rektu drauminn út!“ Það dugðu engin skynsemisrök. Og hvaða móðir hirðir um eða æskir þess, þegar þannig stendur á, að fá barni sínu einhver skynsemirök til þess að brjóta heilann um í stað þess að róa það með nærveru sinni og nær- gætni? Ef liún mamma sat þarna hjá hon- um, þá snáfaði draumurinn leiðar sinnar. — Og svefnróin seig yfir bless- að barnið. Og mamma sat þarna við rúm drengsins síns á rneðan hann var að sofna, ekki aðeins í nokkur kvöld, heldur hvert kvöld í nokkra mánuði — þvert ofan í allar meginreglur — þar til drengurinn var orðinn svo stór, að hann tók það upp hjá sjálfum sér, að marnma mætti sitja í öðru herbergi, „en ekki langt í burtu, svo að þú getir heyrt, ef ég kalla,“ sagði hann. Hann vildi vera hetja sjálfur, yfirvinna ótt- ann með hjálp nærgætinnar móður sinnar. Og það tókst. Af þessu, sem ég hef sagt, má ekki ætla, að ég vilji segja við öll ung hjón: „Þið megið ekki fyrir nokkurn mun halda ykkur við neinar meginreglur í uppeldi barna ykkar.“ Það er öðru nær. Haldið ykkur við einhverjar meginreglur. Látið þær vera mælisnúru á breytni ykkar. En reyrið ykkur ekki í mælisnúrunni, svo að þið getið hvorki hreyft legg nú lið. Það er um uppeldisreglur eins og um tilgátur vísindamannanna. Þeir telja þær sannar, en vita, að þær geta verið rangar. Munið það um fram allt, að sér- hvert barn hefur sína skapgerð, og að uppeldið þarf að miðast við hana. — Það á ekki og er ekki unnt að steypa öll börn í sama mótinu. Við megum ekki fórna sálarheill barnanna á altari skoðana okkar eða fordóma. Með bezta ásetningi og ótal varúðarreglum megnum við ekki að leyna börnin þeim hlutum, sem einhvern tíma hljóta að opinberast þeim. Þau eru menn, og ekkert mannlegt getur dulizt þeim til lengdar. Þess vegna getum við ekki varið óttanum leið að sálum þeirra með neinum skynsemirökum eða varúðarreglum. En eigum við þá að standa aðgerðalaus? Nei. — Finnið út meginreglur. Breytið eftir þeim. En missið ekki sjónar á einstaklings- eðli barnanna, eða ólikum þroskaleið- um, er þau þurfa að fara. Hafið for- eldraástina að leiðarstjörnu. Hún er oft ratvisari en reglurnar. HANDAVINNA — — — í eldhúsinu sváfum við,*) lékum okkur og ærsluðumst. Þar heyrðum við dynjandi stórskotahrið uppi yfir okkur. (Það var faðir okkar, sem barði í loftið uppi yfir til þess að *) í Hollantli tíðkast eldhús með lokrekkj- um, þar sem fólkið sefur.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.