Heimili og skóli - 01.02.1949, Síða 16

Heimili og skóli - 01.02.1949, Síða 16
12 HEIMILI OG SKÓLI Vonandi er, að „Fegurðin og kennsl- an“ (félagið) venji hana ekki af þessu. Eg á við: með kennslu í fegurð og öllum öðrum greinum. Eg gerði allt, sem ég gat, til þess að gera skóna svo fagra sem unnt var. Ekki aðeins með því að gera livern blett á yfirleðrinu gljáandi fagran, heldur liælana og sólarendurnar líka, og — þó að þið trúið mér ekki — sjálfa lágilina með! Þ. e. a. s. neðan á skón- um, þar sem ekki sást, og það, sem samstundis varð óhreint aftur. Ég lét ekki skóna frá mér, fyrr en þeir voru óaðfinnanlegir. Þá var annað verk, sem ég fékkst við. Stórt heimili þarf daglega mikið af kartöflum, og það verður að flysja þær allar, hverja einustu. Það er auð- vitað talið vinnukvenna-verk. En þar sem engin vinnukona var. Ja, þá var það verk fyrir telpurnar. Auðvitað... Hvers vegna? Hvers vegna eiga dreng- irnir að beita hnífnum til þess að gera ónauðsynlegar pappaöskjur, en ekki til þess að flysja nauðsynlegar kart- öflur? Ég var ekki að fást um slíkt í þá daga og- flysjaði oft fullt stórt fat af kartöflum. Þið skuluð ekki ætla, að ég hafi orðið leiður á þessu verki. Ja — væri gott veður og hinir drengirnir að leika sér úti, þá var það stundum ofurlítið erfitt. En endranær var það alveg sérstök nautn að flysja hverja kartöfluna af annarri. Hver einasta kartafla hafði eitthvað sérstakt við sig. Þær voru smáar eða stórar, hnöttóttar eða ailangar. Þær voru ekki steyptar í einu móti, heldur vaxnar upp í fullu frelsi, og liver einasta hafði sín sér- stöku einkenni, alveg eins og börnin. Hvað það var gaman að taka eftir öll- um þessum séreinkennum. Það varð að hafa sitt lagið við hverja þeirra. Og svo var vandinn að flysja þunnt. „Janny, flysjarðu nú þunnt?“ „Já, mamma.“ Og þetta var ekki rétt að janka til þess að hafa mömmu góða, og ekki heldur til þess að spara /yrir hana. En verkið var unnið af lífi og sál, því að mér skildist nauðsyn þess og gleðin af að vinna vel. Með litla kartöfluhnífnum, sem ég af öruggri reynslu brá á kartöfluna, — ekki einhvers staðar, heldur á rétta blettinn, — flysjaði ég hýðið af svo þunnt sem unnt var, og sneri um leið kartöflunni haglega milli vísifingurs og þumalfingurs og fylgdi nákvæm- lega lögun kartöflunnar. Því næst stakk ég „augun“ úr. Það er margt kvenfólk, sem alltaf gerir þetta illa. Hvernig getur staðið á því? Er nokk- uð til ánægjulegra en að kippa út með hnífsoddinum þessum svörtu augum? — Hnífsoddinum er stungið í þétta kartöfluna, og með snöggu bragði hrekkur „augað“ út, svo að heyrist í. Engu auganu er gleymt, ekki því allra minnsta. Ekki einasta vegna þess, að það var manni til skammar, þegar kartöflurnar voru komnar á borðið, ef einhver þeirra góndi á mann svörtu „auganu“, heldur fyrst og fremst af því, að það var ómögulegt að fá af sér að skilja neitt þeirra eftir. Verkið var þá ekki fullunnið. Eina synd hafði ég þó löngum á samvizkunni, þegar ég var að flysja kartöflur. Ég lét balann með vatninu standa nokkuð langt frá mér og kast- aði kartöflunum ofan í hann, hverri

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.