Heimili og skóli - 01.02.1949, Side 17
HEIMILI OG SKÓLI
13
Lestrarbekkjastarfið
í Kaupmannahöfn
Eftir
Rasmus Jakobsen
Starfsemi þessara bekkja hófst árið
1935 með stofnun tveggja lestrar-
bekkja. Síðan hefur börnum lestrar-
bekkjanna farið sífjölgandi og í ár eru
í Kaupmannahöfn 99 lestrarbekkir
með alls 1600 börnum.
I fyrri' hluta annars skólaárs er
venjulega hægt að ganga úr skugga
um, hvort um svo alvarlega stöfunar-
eða lestrarörðugleika sé að ræða, að
barnið þurfi að fara í lestrarbekki.
Mikils er um vert, að gallarnir komi í
ljós á þessu stigi, því að aðstoðin kem-
ur að því meira gagni, sem hún hefst
fyrr og þeim mun síður er hætt við
sálrænum truflunum sökum lestrar-
örðugleika.
Allir kennarar, sem kenna í 2. bekk,
eru því hvattir til að láta skólasál-
fræðiskrifstofuna rannsaka öll börn,
sem þeir hafa grun um, að eigi við
lestrarörðugleika að etja. Börn úr
efri bekkjunum má að sjálfsögðu einn-
ig senda til rannsóknar.
af annarri. Þetta var tvöföld nautn.
Fyrst var að hæfa vel, og svo var bless-
að skvampið. En gallinn var sá, að
vatnið vildi skvettast út um allt gólf.
En mamma fyrirgaf mér þetta.
„Nú ertu að skvetta vatni, strákur,"
sagði hún. En það var ekki til þess
að ávíta mig eða banna mér, heldur
eins og til þess að taka þátt í ánægju
minni. Þess konar heyra börn svo vel.
í stað þess að æfa mig á pappaskurði
og leirhnoði, var mín handavinna í
því fólgin, að fást við leður og kart-
öflur. Á þessu lærði ég að fara með
hníf og bursta.
Dygðir, eins og vandvirkni og ná-
kvæmni, urðu mér tamar við þetta.
Spyrjið bara skósólana og „augun“ á
karöflunum. En vitið þið, hvað mér
sárnar mest? Þó að ég sé meistari í þess-
um greinum, þá fæ ég ekki að taka
neitt próf í þeim.
Ég verð endilega að kunna að skera
pappa, en ekki kartöfluhýði.
Og svo kann ég ekkert til hand-
anna, en hinir allt. Ég fæ heldur enga
aukagetu fyrir mína kunnáttu.
Það eru ekki til neinar skóbursturn-
ar- eða kartöfluflysjunar-einkunnir.
Þeir háu herrar í bæjarstjórninni
kæra sig ekki um gljáandi skó eða
flysjaðar kartöflur. Þeir eru hamslaus-
ir í pappaöskjur og hnoðaðar leirkart-
öflur.
Fyrir þess konar opna þeir hjörtu
sín og peningapyngjur, og horfa þá
ekki í skildinginn.
Hvað skyldi mamma mín hafa sagt
í þessu sambandi? „Vert þú ánægður,
drengur minn. Þú hefur hjdlpað
mömmu þinni.“
Egill Þórláksson þýddi.