Heimili og skóli - 01.02.1949, Page 19

Heimili og skóli - 01.02.1949, Page 19
‘ HEIMILI OG SKÓLI Kennaranámsskeiðið að Hólum i Hjaltadal sumarið 1948. bíða unz skólaári lýkur og flytjast þá t. d. úr 5. almenna bekk í 6. lestrarbekk. Venjulega glatast ekkert skólaár við, að börn flytjast í lestrarbekk. í lestrar- bekkjunum eru kenndar allar sörnu námsgreinar og í almennum bekkj- um. Barn, sem tekur góðum framför- um í lestri, getur því farið yfir í al- menna skólann án þess að missa neitt úr. Oft kemur það þó fyrir, að þótt börnunum fari fram í að stafa og lesa, geta þau ekki lært sama námsefni og jafnaldrar þeirra og verða því aftur úr. Það er enginn fjárhagslegur hagnað- ur fyrir kennara að taka að sér þessa erfiðu kennslu, aðeins eru 4 kennslu- stundir í lestrarbekk reiknaðar sem 5 í almennum bekk. Börn lestrarbekkjanna taka miklum framförum, þær birtast ekki aðeins í því,að mörg börn fara í almennu bekk- ina á ný, heldur einnig hinu, að þau börn, sem eru í lestrarbekkjunum námstímann út, ná miklu meiri ár- angri en þau myndu gera, ef þau lengju enga sérkennslu. En auk lestr- arleikninnar, sem ávinnst í þessum bekkjum, batnar sálræna ástandið að miklum mun. Börn, sem aldrei hafa séð neinn árangur af starfi sínu og

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.