Heimili og skóli - 01.02.1949, Page 21

Heimili og skóli - 01.02.1949, Page 21
HEIMILI OG SKÓLI 17 um árum áunnið sér vinsældir kaup- enda, því að margir þeirra hafa látið svo ummælt, að það þyrfti að komast inn á hvert heimili í landinu. Er það og von og ósk útgefenda, að takast mætti að komast sem næst því marki. Ritið er helgað þeim málefnum, sem fæstir, sem til vits og ára komast, geta sneitt hjá að hugsa um. Verð ritsins hefur verið ákveðið svo lágt, að ekkert tímarit, sem út er gefið í landinu, mun ódýrara, aðeins 10 kr. árg., sem er 6 hefti, 24 bls. hvert. Auk þess fá nýir kaupendur síðasta árg. ókeypis, meðan til er. Þá fæst ritið keypt frá byrjun, nema 1. heftið, sem nú er uppselt. Þegar Heimili og skóli hóf göngu síns, voru það einkum barnakennarar, sem unnu að útbreiðslu þess. Svo er og enn, þótt margir fleiri hafi reynzt þar góðir og tryggir liðsmenn. Eru það vinsamleg og eindregin tilmæli útgef- enda til kennara og annarra unnenda ritsins, að þeir hefji nú á ný sókn að litbreiðslu þess. Hafa sumir kennarar í bæjum og þorpum haft þá aðferð að senda sýnis- blöð heim á heimilin með skólabörn- um, ásamt spurningu um, hvort menn vildu gerast áskrifendur, eða hafið söfnun á annan hátt. Má geta þess, að 12 ára drengur í Barnaskóla Akureyrar safnaði á sl. vori, á fáum dögum, 50 nýjum kaupendum í bænum. Annað- ist hann einnig innheimtu á verði rits- ins. Eins og oft vill verða, greiðast blaða- gjöld misjafnlega. Þó er ekki svo mjög undan því að kvarta með Eleimili og skóla, því að langflestir kaupendur og útsölumenn greiða ritið skilvíslega. — Nokkrir eru þeii þó, sem ekki hafa gert nein skil fyrir síðasta ár, og sumir jafnvel ekki fyrir 2—3 ár. Eru það vin- samleg tilmæli til þessara manna, að þeir geri nú skil á verði ritsins hið allra fyrsta. Verð ritsins er svo lágt, að ekk- ert má tapast af verði þess, eigi það að geta borið sig fjárhagslega. Útsölu- og innheimtumönnum eru greidd 20% af verði ritsins í sölu- og innheimtulaun. Skal þess þó getið, að nokkrir hafa aldrei tekið innheimtu- laun og eru þeim hér með færðar beztu þakkir fyrir velvild þeirra. Kennarar og foreldrar! Heimili og skóli vill eftir beztu getu miðla fræðslu um reynslu og þekkingu góðra karla og kvenna á vandamálum uppeldisins. Það vill einnig leita til lesenda sinna um ráð og leiðir til úrbóta á ýmsu, sem betur þyrfti að fara úr hendi um upp- eldi og skólastörf. Sökum þess eru þess- <ar línur ritaðar og sökum þessa til- gangs vilja aðstandendur ritsins auka útbreiðslu þess og heita á yður til góðr- ar liðveizlu. Útgefendur. Það var munur. Ása litla fær að heimsækja Margréti frænku sína og hefur með sér brúðuna sína, sem væg- ast sagt er illa farin. T. d. vantar á hana annan handlegginn og annan fótinn, og eitt- hvað af hárinu er dottið af. Á meðan á heim- sókninni stendur, fær Ása að sjá litlu frænku sína, dóttur Margrétar. Hún er auðvitað vel vaxin og hnellin, eins og heilbrigð börn eru vön að vera. „Hve lengi hefur þú átt hana þessa?“ spyr Ása, þegar hún hefur skoðað þá litlu nokkra stund. „í þrjá mánuði, Ása mín,“ svaraði frænka hennar. „Þú hefur sannarlega farið vel með hana,“ segir Ása litla með aðdáunarhreim í rödd- inni.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.