Heimili og skóli - 01.02.1949, Blaðsíða 24
20
HEIMILI OG SKÓLI
aður um stund, en gleymdi því svo
strax aftur. I huga hans var heldur
ekki neitt á þeim stað, sem það átti
að vera. Fjárprettir, lygar og sviksemi
voru þar, ásamt ýmsum dyggðum, í
einum hrærigraut, alveg eins og skó-
burstinn og vasaklútarnir, sem lágu í
sama hólfi í herberginu hans. Ef til
vill hefði þetta allt gengið slysalaust,
ef hann hefði getað verið heima alla
sína ævi.
A heimili drengsins er ekki tekið
svo mjög hart á þessari framkomu
hans. Mamma hans lagar til eftir hann
og burstar af þá bletti, sem hann hef-
ur sett á sig og annað. Pabbi hans fyr-
irgefur honum mikið, af því að hann
er einkabarnið og ávítar hann sjaldan.
— En því miður er veruleikinn sjálfur
ekki þannig. Hann tekur ekki til eftir
slíka snáða. Hann burstar enga bletti.
Hann fyrirgefur ekkert. Hann hefur
glöggar og greinilegar deildir, áletrað-
ar svörtum stöfum, yfir sérhverja at-
höfn mannsins. Og hann hefur hólf,
sem á er letrað „sjóður“. Þar fær hver
maður greitt, með ítrustu nákvæmni
það, sem hann verðskuldar fyrir verk
sín. Heima var oft sagt: „Hann meinar
ekkert illt með þessu, hann gerir það
aldrei aftur.“ En veruleikinn sjálfur
segir allt annað. Hann segir: Slík van-
ræksla er mjög hættuleg fyrir aðra
menn og því til stór tjóns fyrir sam-
félagið. Og launin eru eftir því: Hann
verður rekinn, frá starfi sínu, fleygt út
á götuna og síðan settur í fangelsi, rú-
inn öllu mannorði. Ef hann ber sig illa
yfir þessari meðferð, verður honum
svarað eitthvað á þessa leið: Heldurðu
að þú hefðir getað, þegar þú varst lít-
ill. fengið viðurværi þitt og fatnað, ef
allir hefðu hagað sér eins og þú, — ef
bakarinn hefði gleyrnt að útvega sér
mjöl í tíma, ef mjólkursalinn hefði
sofið yfir sig og klæðskerinn gleymt að
máta á þig fötin? Og lieldurðu, að
nokkur maður mundi þora að fara
með járnbraut, ef járnbrautarverðirn-
ir, sem eiga að breyta sporinu, væru
eins og þú? Sérðu ekki, að án trú-
mennsku og góðrar reglu fer allt í
mola í þessari veröld? — Gerðu þér í
hugarlund, að þessar tvær dyggðir,
trúmennska og reglusemi yrðu úr
gildi numdar aðeins einn stundarfjórð-
ung. Mundi það ekki vera nóg til að
eyðileggja allt. Himinninn yrði rauð-
ur sem blóð af eldbjarmanum af þeim
mörgu húsum, sem brynnu. Allir járn-
brautarteinar yrðu þaktir líkum. Haf-
ið yrði einnig þakið skipaflökum og
dauðum mönum. Allt innra samband,
bæði heima og annars staðar, mundi
slitna og verða lævi blandið. Og samt
heldur þú, að hægt sé að kalla fram-
komu þína ósaknæma! Ertu frá Marz,
eða hvaðan kemur þú? —
— — A eftir boðorðunum tíu í
fræðum Lúthers, stendur: Hvað segir
nú guð um öll þessi boðorð? Hann
segir: „Eg, herra þinn og guð þinn, er
strangur og vandlætingarsamur og
vitja synda feðranna, er hata mig, í
þriðja lið.“ Þegar ég gekk í skóla, var
eitt sinn drengur, sem spurði: Það er
sagt, að guð sé kærleikur. Hvernig
getur hann þá verið vandlætingasamur
og framið hermdarverk? — Já, haldið
þið raunverulega, að það mundi vera
ástúðlegt gagnvart mönnunum, ef því
væri svo til hagað í heiminum, að hið
illa hefði engar afleiðingar, að menn
gætu logið og stolið, svikið og barið
(