Heimili og skóli - 01.02.1949, Qupperneq 26

Heimili og skóli - 01.02.1949, Qupperneq 26
22 HEIMILI OG SKÓLI BÆKUR OG RIT Eftirtaldar bækur og rit bárust Heimili og skóla svo seint fyrir jólin, að ekki var hægt að geta þeirra í síðasta hefti, og verður nú vakin atliygli á þeim, þótt seint sé. FRÁ BÓKAFORLAGI ÆSKUNNAR: Vala eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Höfund- ur þessarar sögu er orðinn svo góðkunnur barnabókahöfundur, að það ætti að vera óþarfi að mæla með bókum hennar, enda gefur þessi bók ekki fyrri bókum hennar eftir. Vala er bráðskemmtileg saga, sem eng- inn hættir við að lesa fyrr en hann hefir lok- ið við hana. Adda lcerir að synda eftir kennarahjónin Jennu og Hreiðar á Akureyri. Fyrri Oddu- bækur eftir þessa höfunda hafa jafnan selzt upp á skömmum tíma, og svo mun hafa verið um þessa bók. Adda, sem í fyrstu var lítil og munaðarlaus stúlka, verður eftirlæti allra hinna yngstu lesenda. Bókin er prýdd nokkrum myndum eftir frú Þórdísi Tryggva- dóttur. Litli bróðir eftir A. Chr. Westergaard. Sig- Ágætt er líka að venja sig á, að skilja ekki allt eftir á ringulreið, þegar við förum frá starfsstað okkar. Sjálfsagt er að ganga frá öllu í röð og reglu. Þessi venja hefur oft þær afleiðingar, að þeg- ar við t. d. erum við skriftir, förum við blátt áfram að þrá að skrifa snyrti- lega og reglulega og fáum einnig ó- sjálfráða löngun, til þess að hafda ná- kvæman reikning yfir allar tekjur okk- ar og gjöld. Þið sjáið því, að við verðum alltaf — og líka í því góða — að feta frá því smæsta til hins stærsta, ef við eigum að ná einhverjum árangri. Sá, sem strax ætlar að byrja með því að drýgja hetju- dáðir, er eins og byggingameistari, sem urður Gunnarsson skólastjóri í Húsavík þýddi. Westergaard er einn þekktasti og vin- sælasti barnabókahöfundur Dana, og mjög kunnur hér á landi. Þetta er saga um lítinn drenghnokka, sem hefir það til sins ágætis, að hann er alltaf að lenda í einhverjum ævin- týrum. Bókin er einkum ætluð hinum yngstu lesendum og er prýdd allmörgum myndum. FRÁ BÓKAÚTGÁFUNNI BJÖRK: Kári litli í sveit eftir Stefán Júlíusson yfir- kennara. Hvert barn á íslandi kannast við Kárabækurnar svonefndu, og hafa þær orðið mjög vinsælar. Þetta er þriðja Kárabókin, og segir nú frá Kára litla, þegar hann fer í sveitina til afa og ömmu. Sagan er bráð- skemmileg, og ég trúi ekki öðru en að allir litlir drengir vilji eiga hana. Bókin er prýdd mörgum myndum eftir Halldór Pétursson. FRÁ BÓIÍAÚTGÁFUNNI HLAÐBÚÐ: Kóngsdóttirin fagra og Alfagull eftir Bjarna M. Jónsson, námsstjóra. Bækur þessar komu báðar út fyrir allmörg- um árum og urðu mjög vinsælar þá, en eru ætlar að byggja stóra höll, án þess að hafa lagt traustan grundvöll. Þið vitið vafalaust, að snigillinn byggir húsið sitt úr munnvatnsrennsli sínu. í raun- inni gera mennirnir það líka. Ekki þó híbýli sín, heldur örlögin sjálf. Þeir skapa sér þau í samræmi við þær venj- ur, sem þeir hafa tamið sér, meðan þeir voru ungir. Þegar svo örlagahúsið er fullgert, núa þeir oft hendur sínar í örvæntingu og segja: Hvernig gat ég byggt svona smekklaust og svona hræðilega? Lauslega þýtt úr „Selvopdragelse" e. Fr. W. Foerster af Sigurði Gunnarssyni.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.