Heimili og skóli - 01.06.1949, Qupperneq 13

Heimili og skóli - 01.06.1949, Qupperneq 13
HEIMILI OG SKÓLI 57 Litfrið og Ijóshœrð. Þessari spurningu hljótum við að svara neitandi. Öryggisleysið og óvissu- kenndin, sem einkennir áðurnefnt sál- arástand, getur engu síður gripið full- orðna á ýmsum tímamótum í lífi þeirra, t. d. ef þeir skipta um umhverfi, fara úr sveit í borg, eða úr einu landi í annað. Ný staða, nýtt heimili, ný hús- freyja eða eiginmaður, hjónaskilnaður, veikindi, lát ástvina. Allt þetta og margt fleira getur valdið hugarástandi, sem er nauðalíkt hugarástandi gelgju- skeiðsins. Frumbýlingar Ameríku segja þessa sögu af þekkingu og skilningi, flótta- menn, sem hrakizt hafa úr einu land- inu í annað á stríðsárununr og að þeim loknum, kunna sömu sögu að segja. Hvað geta þá uppalendur gert til þess að gera lausn vandamála gelgju- skeiðsins auðveldari fyrir unglingana? Fyrsta skilyrðið er, að uppafendurn- ir skilji unglingana, og þar næst, að þeir sýni einlægan vilja á að benda þeim á færustu leiðirnar, án þess þó að tala beinlínis um vandamálin. Trúi unglingar uppalendum fyrir vanda- málum sínum, er það trygging þess, að þeir treysta hinum síðarnefndu full- komlega, og væri ómannlegt að bregð- ast því trausti. Hver uppalandi, sem unglingur gerir að trúnaðarmanni sínum, hlýtur að gera sitt bezta til þess að veita holl og góð ráð. Börnin og unglingarnir eru framtíð þjóðanna. Á þeim veltur, hvort mann- kynið á að hljóta hamingju og frið á næstu mannsöldrum, eða hvort það á að berast banaspjótum. Aldrei verður of mikið gott gert til þess að búa ungu kynslóðina undir þetta ábyrgðarmikla starf.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.