Heimili og skóli - 01.06.1949, Side 18
62
HEIMILI OG SKÓLI
Gott heimili er fullkomnasta uppeldisstofnun pjöðfétagsms.
þá og hjálpuðu foreldrum þeirra að
bera þá byrði, sem það er fyrir ýmsa
að eiga vangefin börn, í stað þess að
„stimpla" þá, svo að þeir verði enn
ógæfusamari. Það verður aldrei sagt
of oft, að allir bera mikla ábyrgð i
þessu efni. í hvert einasta skipti, sem
þú talar með fyrirlitningu um barn eða
fullorðið fólk, sem er vangefið til sál-
arinnar, — og hefur ef til vill ekki get-
að komizt eins vel áfram í lífinu og
aðrir, þá ert þú að stuðla að ógæfu ann-
arra og gera þá óhæfari til að leysa af
hendi verkefni sín fyirr þjóðfélagið.
Talaðu þess vegna og hugsaðu ekki
niðrandi um þá vangefnu.
Margir foreldrar hafa reynt það, að
ef þau taka börnin eins og þau eru, og
forðast að hafa meðaumkun með sjálf-
um sér eða þeim, þá fá þau oft mesta
ánægju af vangefna barninu, af því að
það er opnara, einlægara og náttúr-
legra en önnur börn. Ef svona barn
verður ekki fyrir óþarfri keppni og
jagi, þá vinnur það verk sín með gleði
og ánægju. Og ef haldið er ofurlítið í
liönd með því, getur það siglt árekstr-
arlaust gegnum lífsins sjó.
En ef sjálfstraust og bjartsýni
barnsins er eyðilagt í bernsku, er erfitt
að koma því á rétta braut aftur — og
það er oftast verkefni sérskólanna.