Heimili og skóli - 01.06.1949, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.06.1949, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI 53 Barnaheimilið. að allir vinna þar að nauðsynlegum störfum. Þegar börnin eru ekki í skól- anum, hjálpa þau til við heimilisstörf- in til skiptis. Drengirnir höggva eldiviðinn og bera hann inn og annast bæði um trjá- garðinn og matjurtagarðinn. Smíðasal hafa þeir einnig til sinna afnota. Eitt af verkum drengjanna er einnig að af- hýða kartöflurnar. Á barnaheimilinu eru alltaf nokkr- ar fermdar stúlkur. Þær vinna við ýmis heimilisstörf ásamt vinnukonunum. Þær skiptast á um að vinna í eldhúsi, við hreingerningar og þvotta, svipað og tíðkast í húsmæðraskólum. F.innig eru þær við sauma og fataviðgerðir til skiptis. Á barnaheimilinu eru saumuð öll nærföt, og rúmfatnaður. Þá hjálpa stúlkurnar einnig við að gæta yngstu barnanna. Skólastúlkurnar taka þátt í heimil- isstörfunum, þegar þær koma heim úr skólanum. Margt virtist benda á, að börnin, sem þarna ólust upp, hefðu svipað við- horf til skólastjórahjónanna og böm til foreldra sinna. Enda er margt gert til að gera lieimilið sem ánægjulegast. Drengir fá þar að læra smíðar og stúlkur vefnað. Auk þess eru mörg hljóðfæri á heimilinu og öllum gefinn kostur á að læra á þau. Kaupmaðurinn, sem gaf borginni þetta heimili, lét ekki þar við sitja. Síðar gaf hann heimilinu sjóð, og á að verja vöxtum hans til að gera heimilið

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.