Heimili og skóli - 01.06.1949, Side 5
Heimili og skóli
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
8. árgangur Maí—Júní 3. hefti
UPPELDISMÁLAÞINGIÐ
Sjötta uppeldismálaþing S. í. B. var
haldið í Reykjavík 24.-27. júní s.l. Að
þessu sinni stóð Barnaverndarráð Is-
lands einnig að því. Aðalverkefni
þingsins voru barnaverndarmál. Þing-
ið var fjölsótt og sátu það auk kennara
margir prestar og fulltrúar barna-
verndarnefnda.
Formaður S. í. B., Ingimar Jóhann-
esson, setti þingið með ræðu og Bjarni
Ásgeirsson, ráðherra, flutti ávarp fyrir
hönd menntamálaráðherra. Erindi
fluttu: Dr. Matthías Jónasson um
manngildi afbrotabarna, Símon Jó-
hann Ágústsson, prófessor, um störf og
starfsskilyrði barnaverndarnefnda, og
frú Bodil Begtrup, sendiherra Dana,
um barnavernd Sameinuðu þjóðanna.
Ályktanir uppeldismálaþingsins.
Uppeldismálaþing S. í. B., haldið í
Reykjavík 24.-27. júní 1949, lýsir yfir
því áliti sínu, að vinna þurfi að barna-
verndarstörfum með tvö sjónarmið í
huga: I fyrsta lagi að vernda börn og
unglinga fyrir óhollum áhrifum og í
öðru lagi að bjarga þeim, sem ein-
hverra hluta vegna hefur reynzt ófært
að lifa lífi sínu á heilbrigðan hátt. Til-
lögur þingsins miðast því við þessi tvö
sjónarmið, enda þótt þinginu sé ljóst,
að í framkvæmdinni verða þau ekki
aðskilin til fulls.
Þingið vill vekja athygli á því, að
það telur óhjákvæmilegt, að ríkisvald-
ið, bæjar- og sveitarfélög auk einstakra
félaga og stofnana leggist á eitt, ef
nokkur varanlegur árangur á að nást í
þeim málum.
Þingið felur S. í. B., í samráði við
Barnaverndarráð íslands, að koma eft-
irfarandi tillögum og ályktunum á
framfæri við ríkisstjórn og aðra aðila,
er hlut eiga að máli.
I. Vernd barna og unglinga.
Það er skoðun uppeldismálaþings-
ins, að allmörg heimili til sjávar og
sveita séu þess ekki umkomin að veita
börnum fullnægjandi uppeldisskil-
yrði, sem tryggi þeim eðlilegan þroska.
Geta margs konar ástæður komið þar
til greina, svo sem veikindi, vöntun á
hjálp við innanhúsústörf, hirðuleysi,
þröngar og óhollar íbúðir, vöntun leik-
svæða, illa hagnýtt húsrými o. s. frv.
Aíleiðingarnar verða líkamlegar, and-
legar og siðferðilegur vanþroski, sem
hamlar framförum við nám og vinnu
og veikir barnið gegn siðferðilegum
hættum. Þegar á það er litið. að miklu
varðar um framtíð barnanna, að upp-